- Advertisement -

Megum ekki trúa lyginni

Þar sem fyrirtækjum sem hunsa vegferð okkar með verðhækkunum verða sniðgengin.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir frá:

„Ég spjallaði við nokkra félaga mína og kollega á Norðurlöndunum vegna verkfallsaðgerða rúmlega 1400 flugmanna SAS í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Ég var aðallega að spyrjast fyrir um orðræðuna í kringum verkfallsaðgerðirnar. Hvort ferðaþjónustufyrirtækin ásamt leiðarahöfundum stærstu miðla og öðrum talsmönnum sérhagsmuna séu að tapa sér eða séu organdi eins og smábörn um meint yfirvofandi endalok fyrirtækja í ferðaþjónustu, eða fyrirtækja almennt, lækkandi hagvexti, falli gjaldmiðla, verðbólgu, hækkandi vöxtum, fjölda uppsögnum, sturluðum kröfum eða óbætanlegu orðspori. 
Svo er víst ekki.“

Og hver er lærdómurinn af þessu?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þess vegna megum við ekki trúa lyginni og svívirðilegum áróðri fámennra en valdamikilla hagsmunaafla í okkar samfélagi. Niðurstaðan var ásættanleg en við erum rétt að byrja.“

Samningar eru í höfn. Er vinnan þá að baki?

„Ef einhver heldur að nú sé vinnan búinn og verkalýðsforingjar, stjórnir og starfsfólk geti hallað sér aftur í sófanum og sett tærnar upp í loft næstu þrjú árin þá er það mikill misskilningur. Nú hefst hin eiginlega vinna. Vinna við að fylgja eftir þeim fjölmörgu málum sem samið var um til að bæta hér lífskjör til skemmri og lengri tíma. Vinna þar sem ekkert verður gefið eftir og þar sem vanefndum verður svarað af fullri hörku. Þar sem fyrirtækjum sem hunsa vegferð okkar með verðhækkunum verða sniðgengin. Þar sem þeim sem koma með okkur verður hrósað. Verkefnið er af ógnvænlegri stærðargráðu og eru nýgerðir kjarasamningar aðeins rétt byrjunin í þessari vegferð. Samningarnir eru allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstaða miðað við aðstæður. Baráttunni lýkur aldrei. Þátttaka félagsmanna og stéttarvitund eru og verða lykillinn af árangri okkar til framtíðar. Uppgjöf okkar er sigur þeirra sem fá ríkulega borgað fyrir að segja okkur að bætt lífskjör og aukinn jöfnuður séu skaðleg hagkerfinu sem er sniðið utan um þröngan hóp forréttindastétta.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: