- Advertisement -

„Meira að segja ég“

„Meira að segja ég, forseti,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppe Vinstri grænum, þegar hann var að tala um fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra; „…er fallinn í þá gryfju sem við gerum alltaf þegar við erum að ræða um einkarekna fjölmiðla, að tala endalaust um RÚV.“

„Af hverju höfum við áhyggjur af stöðu einkarekinna fjölmiðla? Miðað við umræðuna er eina svarið við því: RÚV. Ég er búinn að reyna, forseti, að spyrja hv. þingmenn aftur og aftur hvernig standi á því að í löndum þar sem ríkisfjölmiðill er ekki á auglýsingamarkaði hefur fólk líka áhyggjur af stöðu einkarekinna fjölmiðla. Hvernig stendur á því? Ég er væntanlega ekki gáfaðri en svo að ég dreg þá ályktun að þá sé auglýsingahlutdeild ríkisfjölmiðilsins ekki aðalbreytan eins og sumir virðast draga ályktun um.“Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: