- Advertisement -

Miðflokksmenn líkja Báru við róna

Halldór Auðar Sveinsson birti þessi skrif:

Svona fjallar „Miðflokkurinn í Mosfellsbæ“ um Báru Halldórsdóttur, sem hefur alltaf þrætt fyrir klikkaðar samsæriskenningar Miðflokksmanna um að hún hafi verið handbendi einhverra ótilgreindra afla.

Persónuvernd tekur ekki undir þessa kenningu í úrskurði sínum, raunar er nákvæmlega ekkert sem rennir stoðum undir þetta. Þetta eru bara hreinir órar og dylgjur sem fulltrúar Miðflokksins bera engu að síður fram eins og staðreyndir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í þessu tilfelli eru þessar dylgjur settar í það samhengi að Bára sé bara einhver leiksoppur, í svipaðri stöðu og róni. Svo þykist Miðflokkurinn hafa einhvern áhuga á að berjast fyrir öryrkja. Það er ekki trúverðugt og hefur aldrei verið. Öryrkjar glíma við margar áskoranir en skortur á frjálsum vilja og getu til að hafa áhrif á stjórnmál er ekki ein þeirra. Þarna er í raun verið að afskrifa öryrkja sem lögmæta þátttakendur í samfélaginu.

Það er kannski það sem Miðflokksmönnum svíður mest, að geta ekki horfst í augu við að þeir voru „nappaðir“ af svona „aumingja“ og verða því að búa sér það til að það hljóti að hafa verið önnur öfl að baki. Það segir bara meira um þeirra fordóma og sjálfsupphafningu en um nokkuð annað.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: