- Advertisement -

Miðflokkurinn að eyðileggja málþófið

Og nú setja þeir það málþóf í nýjan búning og fela sig á bak við mál sem þeir hafa lítinn áhuga sýnt fram til þessa.

Eftir grímulaust málþóf Miðflokksins um orkupakkann svonefnda er ljóst að mikilvægt tæki stjórnarandstöðu hverju sinni til að berjast gegn ofríki meirihluta hefur að hluta verið eyðilagt.

Formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, skrifar, á Facebook, um stöðuna á Alþingi.

„Hún er pínu kúnstug staðan á þingi. Ekki að hún sé betri en áður undir lok þings, ef eitthvað er þá er hún verri þrátt fyrir fögur fyrirheit í ríkisstjórnarsáttmála um betri vinnubrögð og eflingu Alþingis. Það hefur orðið sífellt augljósara að sáttmálinn snýst meira um sýndarmennsku og gott PR en alvöru aðgerðir. Gott og vel,“ skrifar hún en bendir síðar á Miðflokkinn sem hrýfur ekki Þorgerði Katrínu:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Eftir grímulaust málþóf Miðflokksins um orkupakkann svonefnda er ljóst að mikilvægt tæki stjórnarandstöðu hverju sinni til að berjast gegn ofríki meirihluta hefur að hluta verið eyðilagt. Og nú setja þeir það málþóf í nýjan búning og fela sig á bak við mál sem þeir hafa lítinn áhuga sýnt fram til þessa. Höfum einnig hugfast að mikill meirihluti er á þingi fyrir að afgreiða svonefndan þriðja orkupakka.

Ég hef fyrir nokkru síðan, áður en málþófið hófst, sagt að ég væri reiðubúin til að fara yfir þingskapalögin og þær heimildir sem við höfum til að efla Alþingi og skilvirkni þess. Stjórnarandstöðuforysta fyrri tíma mátti vart heyra á það minnst og saup hveljur ef á þessu var tæpt. Tími á þessa endurskoðun er löngu runninn upp.

Ég ætla að vera svo djörf að treysta því að ríkisstjórnin misnoti ekki þennan vilja ábyrgrar stjórnarandstöðu heldur einhendi sér í verkefnið þvert á flokka og nái skynsamlegri niðurstöðu í þágu lýðræðis og málefnalegri vinnubragða á Alþingi, tafarlaust.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: