- Advertisement -

Miðflokkurinn heillar öldungadeildina

„Stjórn­kerfið sjálft á und­ir högg að sækja og á mest­an þátt í því sjálft. Það er að verða lýðum ljóst að inn­gróið emb­ætt­is­manna­kerfi reyn­ir með ýms­um hætti að sölsa und­ir sig vald sem á skv. stjórn­skip­an lands­ins að vera í hönd­um kjör­inna full­trúa. Nú hef­ur Miðflokk­ur­inn sett þetta sér­staka vanda­mál á dag­skrá þjóðfé­lagsum­ræðna og þá má bú­ast við að aðrir flokk­ar fylgi fljótt í kjöl­farið af þeirri ein­földu ástæðu að ella sitja þeir eft­ir með sárt ennið í næstu kosn­ing­um.“

Þetta er úr vikulegri grein Styrmis Gunnarssonar í Mogganum í dag. Ljóst er að Sigmundur Davíð og félagar tala beint inn í huga eldri sjálfstæðismanna.

Styrmir fjallar nokkuð um hversu traust til stjórnsýslunnar hefur tapast. Hann horfir til Miðflokksins sem fyrirmynd í endurheimtu traustsins.

Styrmir rifjar upp: „Til viðbót­ar kem­ur svo að sá vax­andi ójöfnuður, sem ein­kenndi sam­fé­lag okk­ar á síðustu árum 20. ald­ar­inn­ar og fram að hruni, hvarf ekki í þeim ósköp­um og er að ná sér á strik á ný. Hann er fyrst og fremst mann­anna verk.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Logi formaður Samfylkingarinnar.

Skot hans á pólitíska andstæðinga sína í dag, þrjátíu árum eftir að forverar þeirra tóku afleidda ákvörðun, og bendir á afleiðingar þess sem þá var gert:

„Fyrstu millj­arðamær­ing­arn­ir á Íslandi urðu til þegar framsal veiðiheim­ilda var gefið frjálst en það gleym­ist gjarn­an hverj­ir þar voru að verki. Þar var á ferð vinstri­stjórn Fram­sókn­ar­flokks, Alþýðuflokks, Alþýðubanda­lags og leif­anna af Borg­ara­flokkn­um árið 1990. Tals­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar tala mikið um þann ójöfnuð en þeir nefna aldrei á nafn hverj­ir það voru sem áttu mest­an þátt í að festa hann í sessi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: