- Advertisement -

Miðjan og Sósíalistar bæta við sig

Gunnar Smári skrifar:

Samkvæmt könnun apríl Gallup myndi þingheimur skiptast svona (breyting innan sviga):

  • Sjálfstæðisflokkur: 17 (+1)
  • VG: 9 (–2)
  • Framsókn: 5 (–3)
  • Ríkisstjórnin: 31 (–4)
  • Samfylkingin: 11 (+4)
  • Píratar: 8 (+2)
  • Viðreisn: 7 (+3)
  • Miðju-stjórnarandstaða: 26 (+9)
  • Miðflokkur: 6 (–1)
  • Flokkur fólksins: 0 (–4)
  • Hægri-stjórnarandstaða: 6 (-5)

Þrátt fyrir aukinn stuðning við ríkisstjórnina í kjölfar kjarasamninga eykst ekki fylgi ríkisstjórnarflokkanna frá síðustu könnun, VG bætir aðeins við sig en Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkar skreppa saman sem því nemur. Engin breyting er á fylgi annarra flokka.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fylgi flokkanna er svona (innan sviga er breyting frá kosningum):

  • Sjálfstæðisflokkur: 23,6 (–1,8)
  • VG: 13,3 (–3,6)
  • Framsókn: 8,0% (–2,7)
  • Ríkisstjórnin: 44,9% (–8,1)
  • Samfylkingin: 16,2% (+4,1)
  • Píratar: 11,1% (+1,9)
  • Viðreisn: 11,0% (+4,3)
  • Miðju-stjórnarandstaða: 38,3% (+10,3)
  • Miðflokkur: 8,9% (–2,0)
  • Flokkur fólksins: 4,0% (–2,9)
  • Hægri-stjórnarandstaða: 12,9% (-4,9)
  • Sósíalistaflokkurinn 3,6 (+3,6)

Ríkisstjórnarflokkarnir og hægri-andstaðan tapar en miðjan bætir við sig og svo einn flokkur utan þings, Sósíalistaflokkurinn. Þótt flokkurinn mælist ekki inni með þingmenn verður að segjast að þetta er góð útkoma fyrir flokk sem ekki tilheyrir umfjöllun og umræðum um stjórnmál á þingi, á sér ekki þingflokk og er utan afgreiðslu mála á sviði landsmála.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: