- Advertisement -

Minnihluti þingmanna samþykkti nýju lögin

„Af þess­um sök­um get­ur vart tal­ist heppi­legt að laga­setn­ing­in nú sé af­greidd með hraði á næt­ur­fundi og án mik­ill­ar sam­stöðu, en ein­ung­is 28 þing­menn greiddu lög­un­um at­kvæði,“ segir meðal annars í leiðara Moggans í dag.

Þar er rakinn vandræðagangur ríkisstjórnarinnar og eins hvers létt ríkisstjórn komst úr þeim vanda og hversu lítið ráðherrar gerðu úr vandanum:

„Óhætt er að segja að ráðherr­ann hef­ur kom­ist furðu vel í gegn­um þá umræðu sem á eft­ir fylgdi. Er raun­ar veru­legt áhyggju­efni hve létt ýms­ir, þar með talið for­ysta rík­is­stjórn­ar­inn­ar, hafa litið þau mis­tök. Laga- og reglu­setn­ing af þess­um toga ætti aldrei að fara fram án eðli­legs und­ir­bún­ings og það ætti aldrei að þykja létt­vægt að tak­marka frelsi borg­ar­anna.“

Næst koma þetta:

„Af þess­um sök­um get­ur vart tal­ist heppi­legt að laga­setn­ing­in nú sé af­greidd með hraði á næt­ur­fundi og án mik­ill­ar sam­stöðu, en ein­ung­is 28 þing­menn greiddu lög­un­um at­kvæði. Aðrir voru and­víg­ir, sátu hjá eða voru fjar­ver­andi, af ýms­um ástæðum. Þetta er tæp­ast sú niðurstaða sem heil­brigðisráðherra hef­ur óskað sér eft­ir það sem á und­an er gengið. Ætla hefði mátt, ekki síst í ljósi þess að laga­heim­ild­in er aðeins tíma­bund­in, að hægt hefði verið að ná meiri sam­stöðu um hana eða aðra færa leið, en því var ekki að heilsa. Við at­kvæðagreiðslu um málið skýrði heil­brigðisráðherra tak­markaða sam­stöðu á þingi með því að hluti þing­manna léti málið snú­ast um annað en sótt­varn­ir. Ekki var sér­stök ánægja með þau orð, þó að ef­laust sé eitt­hvað til í þeim, en ráðherra mætti einnig horfa til for­sögu máls­ins og þeirra efa­semda sem fyrri fram­ganga óneit­an­lega vek­ur.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: