- Advertisement -

Minningarbrot um Jakob Jakobsson

Þegar ég var ritstjóri Sjómannablaðsins Víkings sat ég eitt sinn fund allra helstu loðnuskipstjóra landsins og Jakobs Jakobssonar, sem nú er nýlátinn. Jakob hafði gefið út að loðnustofninn stæði veikt og lagði til að litlar sem engar loðnuveiðar yrðu á komandi vertíð.

Skiptstjórarnir sóttu hart að fiskifræðingnum Jakobi. Hann varðist og færði rök fyrir máli sínu. Svo kom að einn skipstjóranna gat ekki leynt vonbrigðum sínum, hækkaði röddina, barði í borðið sagði, Jakob, þið verðið að telja aftur.

Jakob brást við hinn rólegasti og sagði. Þið eruð eins og rónarnir. Þeir voru nokkrir saman að snapa fyrir flösku. Sem þá kostaði 200 krónur. Þeir töldu saman peningana sem þeir voru með og þeir áttu aðeins 197 krónur. Það vantaði enn þrjár krónur. Þá lagði einn þeirra til og sagði, teljum aftur.

Þar með féll niður gagnrýnin á niðurstöðu Jakobs og Hafrannsóknastofnunar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: