- Advertisement -

Mogginn í fangi Miðflokksins / eða öfugt

…skuli þingið nú vinna að því að sóa tug­um millj­arða…

Leiðari Moggans er hrein dásemd. Þar er málþóf Miðflokksins varið. Og það af krafti. Um leið er sett út á alla hina flokkana, þar á meðal Sjálfstæðisflokks. Leiðarinn endar svona:

„Það er dap­ur­legt þegar jafn mörg brýn verk­efni í sam­göngu­mál­um og raun ber vitni liggja fyr­ir um allt land, þar með talið á höfuðborg­ar­svæðinu, skuli þingið nú vinna að því að sóa tug­um millj­arða, eða jafn­vel enn hærri fjár­hæðum, í fram­kvæmd sem í besta falli ger­ir ekk­ert gagn en verður að lík­ind­um til að tefja um­ferð á svæðinu enn frek­ar.“

Nafn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, kemur ítrekað fram í leiðaranum. Hér er eitt dæmi:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Sig­mund­ur Davíð sagði enn frem­ur að lík­ur væru á að fram­kvæmd­ir við Borg­ar­lín­una færu fram úr áætl­un og að auki lægi ekk­ert fyr­ir um áætlaðan rekstr­ar­kostnað. Þetta er vita­skuld stór­kost­leg­ur galli á áformun­um, ekki síst í ljósi þess að búið er í tæp­an ára­tug að setja heil­an millj­arð auka­lega á ári í rekst­ur stræt­is­vagna­kerf­is­ins á höfuðborg­ar­svæðinu án þess að það hafi skilað nokkr­um ár­angri. Hversu háa fjár­hæð þarf til viðbót­ar á hverju ári þegar þung­lama­legu og of­vöxnu Borg­ar­línu­kerf­inu verður bætt við?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: