- Advertisement -

Mótmæla þjóðarskömminni

Fólk á lægstu launum, örorkulífeyri og eftirlaunum hefur ekki nægar tekjur til að lifa út mánuðinn. Þetta á við um tug þúsundir einstaklinga og fjölskyldna. Það er þjóðarskömm.

Við mótmælum að fólki fái ekki laun og lífeyri sem dugar fólki ekki til að framfleyta sér. Við mótmælum því að í einu af ríkustu samfélögum veraldar sé fólk dæmt til fátæktar, bjargarleysis, ótta og örvæntingar.

Vér mótmælum öll. Á Austurvelli laugardaginn 23. febrúar. Á þeim degi hafa þúsundir landsmanna stigið yfir hungurmörkin, eru búin með launin sín og lífeyri í febrúar, eiga ekkert eftir til að framfleyta sér út mánuðinn.

Láglaunafólk á leigumarkaði hefur eftir skatta, gjöld og húsnæðiskostnað aðeins efni á að framfleyta sér fram á eftirmiðdaginn 22. febrúar, sé miðað við markaðsverð á húsaleigu og framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara. Fyrir fulla vinnu fær það ekki laun sem duga til að halda sér á lífi út mánuðinn.

Einstæð móðir með tvö börn fær hærri húsnæðisbætur en einstaklingur og börnin fá barnabætur. Þetta dugar samt fjölskyldunni ekki lengur en fram til miðnættis föstudaginn 22. febrúar, sé miðað við markaðsverð á húsaleigu og framfærsluviðmið Umboðsmanna skuldara. Frá og með laugardeginum tekur hungurgangan við út mánuðinn, hjá móðurinni og börnum hennar.

Þau sem eru á lægsta örorkulífeyri eða eftirlaunum rétt ná fram á sunnudaginn 24. febrúar miðað við framfærsluviðmiðin og húsaleigu á leigumarkaði. Eftir það tekur hungurgangan við.

Fólk sem býr við þessara ömurlegu aðstæður er hvatt til að koma á Austurvöll og skila skömminni. Þau bera ekki ábyrgð á fátæktinni sem þau hafa orðið fyrir. Það er samfélagið sem ber ábyrgðina. Og það er til lausn; að hækka lægstu laun og lágmarks lífeyri og eftirlaun.

Fólk sem ofbýður þær aðstæður sem fólk á lægstu launum eru búnar er hvatt til að mæta á Austurvöll og sýna samstöðu með láglaunafólki, öryrkjum og eftirlaunafólki.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: