- Advertisement -

Mun VG kyngja skömminni

Mogginn fer fremstur í málsvörn flokksins.

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:

Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins eru tvennskonar. Það er ekkert að marka dóm Mannréttindadómstólsins og svo til vara, allur þingheimur er meðsekur.

Í stað þess að játa á sig fantaskapinn og viðurkenna að of langt hafi verið gengið er taktík Sjálfstæðisflokksins að gera lítið úr Mannréttindadómstólnum. Og undirbúa flótta Íslands frá mannréttindasáttmála Evrópu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Til vara er því borið við að allur þingheimur beri ábyrgð á hvernig komið er.

Niðurstaðan er sú að dómsmálaráðherrann situr og mun sitja.

Lán flokksins er að lítill minnihluti dómaranna skilaði sér áliti. Það er mýkra fyrir ráðherrann og því ber að gera það að aðalmáli.

„Rétt er að halda því til haga að dóm­ur­inn í mál­inu var klof­inn. Tveir dóm­ar­ar af sjö skiluðu séráliti þar sem þeir furðuðu sig á niður­stöðu meiri­hlut­ans.“

Þetta skrifar andlegur leiðtogi flokksins, Davíð Oddsson. Þetta er fínt atriði fyrir flokkinn. Hengja sig á lítinn minnihluta. Og það skal gert. Það er að segja ef ekki dugar að halda því fram að dómurinn breyti engu. Ekki fyrir Sigríði dómsmálaráðherra. Reyna þannig að fela skömmina. Eða komast upp með hana.

Svo er það hitt atriðið. Alir þingmenn beri skömmina. En hvers vegna?

Vitnum í hinn heilaga Mogga:

„Hverj­um þing­manni hefði verið í lófa lagið að gera at­huga­semd við það, sem eng­inn gerði. For­seti þings­ins hefði orðað það með skýr­um hætti að hægt væri að fá at­kvæðagreiðslu um hvert dóm­ara­efni fyr­ir sig þegar at­kvæðagreiðslan var kynnt í þing­inu.

Stöngin inn, segja Valhellingar. Og ulla á þá þingmenn sem nú ybba gogg. Flokkurinn ætlar að dreifa skömminni.

Trúlegast er að Vinstri græn og Framsókn kyngi skömminni. Viljug eða óviljug. Dæmin sanna og sýna að enginn flokkur hindrar Sjálfstæðisflokksins. Hvers vegna, er svo annað mál og óskiljanlegt.


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: