- Advertisement -

Munu stjórnvöld lýsa yfir launastríði?

Ekki er ólíklegt að það stefni í verkföll í boði stjórnvalda á næstu vikum og mánuðum.

Aðalsteinn Árni Baldursson.
Bjarni Benediktsson dró athyglina til sín. Hann var eins og hvert annað kjánaprik.

„Stutta svarið er siðlaust. Ég geri ekki athugasemdir við launahækkanir til „æðstu“ embættismanna þjóðarinnar enda séu þær í takt við launahækkanir á almenna vinnumarkaðinum. Elítan við háborðið mun ekki komast upp með annað. Höfum í huga, að það er allra að takast á við verðbólguna og efnahagsástandið,“ svaraði Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, spurningu Miðjunnar um hver hans viðbrögð eru vegna fyrirsjáanlegrar launahækkana „æðstu“ embættismanna þjóðarinnar.

„Er önnur leið en að kyngja nýjustu launahækkununum? Já, ég trúi ekki öðru en að stjórnvöld komi í veg fyrir þennan gjörning og axli þannig ábyrgð með almenningi í landinu. Gerist það ekki eru þau að lýsa yfir launastríði við verkalýðshreyfinguna, stríði sem þau munu að endingu tapa.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Höfum í huga að verkalýðshreyfingin er um þessar mundir í viðræðum við ríkið um endurnýjun á gildandi kjarasamningum. Meðan stjórnvöld eru með fingurinn á lofti gagnvart öðrum launamönnum í landinu verður engum kjarasamningum lokað. Ekki er ólíklegt að það stefni í verkföll í boði stjórnvalda á næstu vikum og mánuðum,“ sagði Aðalsteinn Árni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: