- Advertisement -

Nauðsynlegt að stemma stigu við mengun

Engin stefna er til á sviði aðgerða til að stemma stigu við mengun af völdum ferðamanna hérlendis. Langflestir hugsa lítið sem ekkert um nauðsyn þessa. Mengun af völdum ferðamanna milli 0,5 og 2,8% af heildarútblæstri koltvísýrings á Íslandi.

Á vefnum Náttúran.is má sjá frétt byggða á meistararitgerð Viðars Jökuls Björnssonar, umhverfis- og auðlindafræðings, en í henni leggur Viðar mat á kolefnisspor ferðamanna á Íslandi árið 2011. Segir í ritgerðinni að stefnu vanti á þessu sviði.
Í ritgerðinni bendir Viðar á að „ferðaþjónustan geri út á að spila Ísland sem þetta hreina og tæra land sem þá þarf hún að standa við“. Segir þar ennfremur að honum til vonbrigða: „langflestir eru ekkert að spá í þessu“.

Í heild áætlar Viðar Jökull að mengun af völdum ferðamanna sé á milli 0,5 og 2,8 prósenta af heildarútblæstri koltvísýrings á Íslandi. Sú tala mun þó fara hækkandi á næstu árum með auknum fjölda ferðamanna.

Sjá nánar á vefnum Náttúran.is

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: