- Advertisement -

Neyðarhjálpin ekki veitt alla daga

Sanna Magdalena Mörtudóttir og Kolbrún Baldursdóttir sáu báðar ástæður til athugasemda.

„Gert er ráð fyrir að einstaklingar geti dvalið helgar og helgidaga og allt að fjóra virka daga í úrræðinu“.

Félagsmálaráðuneytið fjármagnar tímabundnar lausnir fyrir Það fólk sem ekki á í nein hús að venda vegna COVID-19 faraldursins. Reykjavíkurborg sér um framkvæmd verkefnisins.  Áætlaður heildarkostnaður nemur um 85 milljónum króna. „Heimilislausir og jaðarsettir einstaklingar verða oft útundan á tímum sem þessum og því er samstarf ráðuneytisins og borgarinnar í þessum málaflokki afar mikilvægt. Það er skylda okkar sem samfélag að mæta þessum viðkvæmu hópum, sérstaklega á tímum þessa skæða heimsfaraldurs,“ segir í bókun meirihluta borgarráðs.

Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokki bókaði:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eins og ekkert sé hefur borgin getað útvegað fólki þak yfir höfuðið.

„Það er gott að hér sé verið að bregðast við stöðunni en það er mikilvægt að tryggja þeim sem eru í húsnæðisvanda fasta búsetu á erfiðum tímum. Í samningnum stendur að „Gert er ráð fyrir að einstaklingar geti dvalið helgar og helgidaga og allt að fjóra virka daga í úrræðinu“. Hér er mikilvægt að tryggja að úrræðið sé opið einstaklingum alla virka daga og helgar og helgidaga, því ef maður er í húsnæðisvanda, þá á slíkt við alla daga vikunnar og mikilvægt að tryggja að ekkert rof verði á þjónustunni.“

„Fram kemur undir þessum lið að hópur fólks hefur skyndilega þurft á húsnæði að halda. Eins og ekkert sé hefur borgin getað útvegað fólki þak yfir höfuðið,“ bókaði Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins.

„Árum saman hefur ákveðinn hópur verið heimilislaus, barnafjölskyldur, öryrkjar og eldri borgarar sem ekki hefur verið hægt að útskrifa af sjúkrastofnunum vegna húsnæðisleysis. Fjölmörg dæmi eru um að fólk með geðraskanir hafi nánast verið á götunni. Ekki hefur verið hægt að leysa húsnæðismálin fyrir fjöldann allan af fólki í mörg ár eins og biðlistatölur hafa sýnt. Nú hefur Reykjavíkurborg tekið að sér það hlutverk að setja upp sérstaka neyðarmóttöku sem byggir á því að þeir sem eru í húsnæðisvanda geta leitað beint þangað og þeim verði skaffað húsnæði til næstu mánaða. Flokkur fólksins fagnar mjög þessu samstarfi við ríkið sem er því miður aðeins tímabundið og aðeins fyrir þröngt skilgreindan hóp. Flokki fólksins finnst hins vegar vont til þess að vita að farald þurfti til, til að borgarmeirihlutinn næði saman við félagsmálaráðherra um að koma fólki sem þess þurfa undir þak. Á öllum tímum hefði þessi og síðasti meirihluti getað haft frumkvæði að því að gera sambærilegt samkomulag við ríkið um lausn eins og þessa fyrir þá sem þurfa,“ bókaði Kolbrún.Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: