- Advertisement -

Neytendstofa hafnar Isavia

Stjórnsýsla Isavia taldi notkun húsbílaleigu á heitinu „Keflavik Airport Car Rental“ brjóta gegn vörumerkjaréttindum sínum og fela í sér óréttmæta viðskiptahætti þar sem Isavia eigi vörumerkin KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR, KEFLAVÍK AIRPORT og KEFLAVÍK INTERNATIONAL AIRPORT bæði á grundvelli notkunar og skráningar hjá Einkaleyfastofunni. Væri veruleg hætta á ruglingi milli fyrirtækjanna. Húsbílaleigan hafnaði því að um brot á lögum væri að ræða þar sem um almennt heiti væri að ræða sem fyrst og fremst hafi skírskotun til svæðisins og hið samsetta heiti Keflavíkurflugvöllur sé frekar staðarheiti heldur en heiti á einhverri ákveðinni starfsemi sem Isavia hafi með höndum. 

Neytendastofa taldi að orðasambandið vísi ekki sérstaklega til starfsemi fyrirtækjanna þar sem annað hefur með höndum rekstur flugvallar en hitt bílaleigu. Orðasambandið veki fremur hugmyndir um ákveðið svæði, staðsetningu eða byggingu. Orðasambandið væri almennt og lýsti ekki neinni starfsemi sérstaklega. Var því ekki talin ástæða til aðgerða af hálfu Neytendastofu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: