- Advertisement -

Nítjándu aldar hugmyndir Bjarna Ben

Hann sagði þar að það væri hans skoðun að markaðurinn ætti að sjá um að stöðva félög en ekki stjórnvöld.

„Ríkisstjórnin setti á fót sérstaka ráðherranefnd til þess að fylgjast með kerfislega mikilvægum fyrirtækjum. Ráðherranefndin skipaði síðan undirnefnd og fékk til liðs við sig sérfræðinga.  Því verður trauðla trúað að ráðherranefndin hafi ekki fengið allar upplýsingar. Þá hefði allt þetta verið sjónhverfing,“ skrifar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, og heggur að núverandi formanni flokks, Bjarna Benediktssyni. Tilefnið er fall WOW og aðdragandi að því.

„En hvers vegna voru lögin ekki framkvæmd? Fjármálaráðherra fékk þá spurningu í Kastljóssviðtali eftir endanlegt fall flugfélagsins. Hann sagði þar að það væri hans skoðun að markaðurinn ætti að sjá um að stöðva félög en ekki stjórnvöld. Ekki kom fram hvort þetta var einnig ástæðan fyrir því að Samgöngustofa ýtti lögunum til hliðar,“ skrifar Þorsteinn, og heldur áfram:

„Þessi skýra afstaða lýsir nítjándu aldar hugmyndum um lögmál frumskógarins á markaði þar sem menn hafna öllum reglum til að jafna aðstöðumun þeirra sem eiga í markaðsviðskiptum. Þetta er vitaskuld pólitískt sjónarhorn sem menn takast á um í pólitískri rökræðu. Að vísu heyrist pólitísk hugsun af þessu tagi afar sjaldan nú orðið. Athyglisvert er að forsætisráðherra hefur aldrei andmælt því að þetta væri pólitískt viðhorf ríkisstjórnarinnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Helga Vala hefur óskað eftir stjórnsýsluúttekt.

En eitt er að hafa pólitíska skoðun. Annað er að bera stjórnskipulega ábyrgð á framkvæmd laga. Kjarni málsins er sá að hvorki stofnanir ríkisins né ráðherrar ríkisstjórnarinnar geta vikið gildandi lögum til hliðar af því að þeim líkar ekki sú pólitíska hugsun sem að baki þeim býr eða finnst óþægilegt að framkvæma þau. Það þarf að breyta þeim á Alþingi fyrst.

Að þessu virtu sést að í þessu tilviki getur verið um að ræða álitamál allt frá vanrækslu til ásetnings um að aftengja gildandi lög. Það er hlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að skoða og eftir atvikum rannsaka alvarleg álitamál af þessu tagi og upplýsa almenning.

Rétt er að hafa í huga að framkvæmd gildandi laga hefði getað takmarkað verulega beint fjárhagstjón starfsmanna, viðskiptamanna og lífeyrissjóða svo ekki sé talað um almennt tap þjóðarbúsins. Það voru því ríkir almanna hagsmunir í húfi.“

Helga Vala:
Hef nú ítrekað þá beiðni, enda óvíst hvar sú beiðni er stödd.

Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, brást við:

„Til upplýsingar þá óskaði ég, sem nefndarmaður í Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis samstundis eftir því að fram færi stjórnsýsluúttekt á aðdraganda falls Wow – aðkomu Samgöngustofu, ISAVIA sem og hvort samkeppniseftirlitið hefði eitthvað við þetta að athuga. Hef nú ítrekað þá beiðni, enda óvíst hvar sú beiðni er stödd. Þetta gerði ég þar þar sem allar fastanefndir þingsins hafa ríkt eftirlitshlutverk og bæði ISAVIA og SGS á verksviði U og S nefndar þingsins.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: