- Advertisement -

Njáll Trausti „reiddist töluvert“


…sagði umræðuna, sem var á þingi og í Kastljósi, vera ekkert annað en helber hræðsluáróður gagnvart þessum málum.

Þingmaðurinn Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokki, sagðist hafa heyrt þetta í Kastljósþætti:

„Það er út af einhverju sem burðargeta fyrirhugaðrar Norðausturlínu, sem leggja á, er meiri en við þurfum, en gæti passað fyrir lagningu á sæstreng.“

Hann sagði, í þingræðu, að umræða á þinginu; „…þegar við ræddum þriðja orkupakkann og mál tengd honum, þegar við ræddum stefnu stjórnvalda um miðnætti í gær varðandi uppbyggingu flutningskerfi raforku og breytingar við þá þingsályktunartillögu sem við samþykktum í júní í fyrra, komu fram svipuð ummæli fram í tengslum við þetta, þ.e. að tilgangurinn með Kröflulínu 3 á Norðausturlandi væri að tengja hana við sæstreng, sem einhver umræða er um. Það væri tilgangurinn með því að leggja Kröflulínu 3. Ég get viðurkennt að ég reiddist töluvert við þau ummæli vegna þeirrar stöðu sem er í raforkumálum á Norðurlandi og hvað þá í Eyjafirði og þann skort sem búinn er að vera þar varðandi raforku og raforkuöryggi í 10–15 ár.“

Hann rifjaði upp: „Ég man umræðunni sl. vor þegar við ræddum þessi mál töluvert mikið og samþykktum tillögu í júní sem sneri að flutningskerfi raforku, að það voru fyrst og fremst landsbyggðarþingmenn sem tóku þátt í henni.“

„Það er gríðarlega mikilvægt þegar við ræðum jafn alvarlega hluti og hér eru til umræðu, sem eru raforkumál, byggðalínuhringurinn og flutningsgeta, að umræðan byggist á staðreyndum,“ sagði Njáll Trausti.

Hann sagði umræðuna, sem var á þingi og í Kastljósi, vera ekkert annað en helber hræðsluáróður gagnvart þessum málum. „Mér finnst virkilega vont þegar verið er að trufla umræðu með þessum hætti loksins þegar framkvæmdir eru að hefjast við Kröflulínu 3 í sumar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: