- Advertisement -

Norskar útgerðir borga margfalt meira fyrir makrílinn en íslenskar

Það þarf að hefja opinbera rannsókn á verðlagningu á uppsjávarafla.

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Ég er ekki í nokkrum vafa um að það þarf að hefja opinbera rannsókn á verðlagningu á uppsjávarafla hjá sjávarútvegsfyrirtækjum sem eru með veiðar og vinnslu á sömu hendi.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Takið eftir að á tímabilinu 2012 – 2018 er meðalverð á makríl til vinnslu að meðaltali 226% hærra í Noregi og á árinu 2018 var mesti munurinn og var meðalverð 277% hærra í Noregi en á Íslandi.

En í gær gaf Verðlagsstofa skiptaverðs út skýrslu um verðmun á makríl sem landað er á Íslandi og hins vegar í Noregi en Verðlagsstofa skoðaði verðmuninn frá árinu 2012 til 2018.

Takið eftir að á tímabilinu 2012 – 2018 er meðalverð á makríl til vinnslu að meðaltali 226% hærra í Noregi og á árinu 2018 var mesti munurinn og var meðalverð 277% hærra í Noregi en á Íslandi.

Það er mjög mikilvægt að allir átti sig á því að hér er bara verið að bera saman sjávarútvegsfyrirtæki þar sem veiðar og vinnsla eru á sömu hendi, sem þýðir á mannamáli að útgerðir ákveða (nánast einhliða) hvaða fiskverð kemur til skipta handa sjómönnum.

Hvernig í himninum stendur á því að norsk sjávarútvegsfyrirtæki eru tilbúin að greiða sínum sjómönnum allt að 300% hærra verð fyrir markrílin en íslensk útgerðarfyrirtæki.

Það er mikilvægt að muna að í kjarasamningi sjómanna er útgerðum skylt að greiða ávallt hæsta gangverð fyrir fiskinn en orðrétt segir í kjarasamningi sjómanna: „Útgerðarmaður hefur með höndum sölu aflans og hefur til þess umboð áhafnar að því er aflahlut hennar varðar. Hann skal tryggja skipverjum hæsta gangverð fyrir fiskinn, þó aldrei lægra en útgerðarmaður fær, þar með talin hrogn, lifur og bein.“

Ég ítreka það að ég tel að það verði að fara fram opinber rannsókn á þessum gríðarlega verðmun enda miklir hagsmunir í húfi ekki bara fyrir sjómenn heldur samfélagið allt.

Skoðum þetta nánar, en frá árinu 2012 til 2018 er aflaverðmæti á makríll sem landað er ferskum á Íslandi 30 milljarðar, en ef sama verð hefði verið og Norðmenn greiddu fyrir makrílinn á þessum árum þá hefði aflaverðmætið orðið rúmir 104 milljarðar og hér er mismunur upp á tæpa 74 milljarða. Þetta þýðir að aflahlutur íslenskra sjómanna á uppsjávarskipum sem veiddu ferskan makríl við Íslandstrendur hefði orðið tæpum 20 milljörðum hærri en hann varð. Það er ekki bara að sjómenn verði fyrir gríðarlegum tekjum vegna þessa verðmunar heldur verða ríkissjóður og sveitarfélög af skatttekjum upp á tæpa 7 milljarða að ógleymdu tekjutapi hafnarsjóða vítt og breitt um landið.

Ég krefst þess að þetta mál verði rannsakað af opinberum aðilum.

Ég krefst þess að þetta mál verði rannsakað af opinberum aðilum því mér finnst þetta vera nánast glæpsamlegt að sjávarútvegsfyrirtæki geti einhliða skammtað sjómönnum allt að 300% lægra verð en greitt er í Noregi og haft að sjómönnum og samfélaginu öllu milljarða króna. Allt á grundvelli þess að veiðar og vinnsla eru á sömu hendi.

Það má vel vera að einhver verðmunur geti verið á milli makríls sem veiddur er hér á landi og Noregs, en eitt er víst að það er alls ekki munur sem nemur að meðaltali 226% það á hvert mannsbarn að sjá og skilja. Hér er ekki verið að hafa fé bara af sjómönnum heldur samfélaginu öllu, mismunurinn rennur svo beint í vasa útgerðarmanna!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: