- Advertisement -

Refsað fyrir heilsuleysi

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, skrifar aldeilis fína grein þar sem þennan kafla er að finna:

Bendi ég á að stærstur hópur öryrkja er fólk sem komið er vel yfir fimmtugt þegar það missir heilsuna, þetta fólk á í flestum tilfellum ekki afturkvæmt á vinnumarkað. Það er ekki tímabundið atvinnulaust heldur hefur flest misst heilsu eða fatlast til lífstíðar.

„Það þarf ekki mikla skynsemi til að sjá að framfærsla fólks sem er veikt eða fatlað, (kr. 240.000 fyrir skatt) er allt of lág. Mér þótti því afar einkennileg sú aðgerð stjórnvalda á síðasta ári að hækka atvinnuleysisbætur í kr. 270.000 en skilja fatlað og langveikt fólk eftir með 238.000 kr. Ég get illa skilið þá ákvörðun stjórnvalda að gera fötluðu og langveiku fólki, lífsskilyrði sem allra erfiðust.

Hvorki þessu fólki né öðru fötluðu og langveiku fólki á að refsa fyrir heilsuleysi og áratuga framlag til þjóðarbúsins, með framfærslu sem engan veginn dugar og í raun eykur líkur á angist, kvíða og frekari veikindum. Fatlað og langveikt fólk á að eiga skjól samkvæmt stjórnarskrá, réttur þess til mannsæmandi lífs á að vera varinn af stjórnvöldum. Í stað þess er þessi hópur nánast varnarlaus og lífsafkoma þess algjörlega háð því hvernig stjórnvöld líta til þessa hóps hverju sinni og undanfarin 20 ár hafa stjórnvöld ekki varið afkomu þessa hóps.“ 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: