- Advertisement -

Nú skulum við ræða um OKUR-pakkann

Jakob Frímann Magnússon skrifar aldeilis fína færslu á Facebook. Ráð er að birta hana hér:

„Orkupakkinn senn afgreiddur. Hefjum þá umræðuna um það sem skapar okkur mesta sérstöðu: OKUR-pakkann! Ótæpilegt OKUR skipar Íslendingum í skammarkróka allra þeirra sem fjalla um dýrustu lönd heims.

Kr. 1.700 fyrir bjórglas á bar þegar raunverulegt innkaupsverð er kr. 170 segir allt sem segja þarf. Það er okrað við hvert fótmál, hvern bensín-, bjór- og mjólkurlítra, hvert bílastæði, hvern kjöt- og grænmetisbita o.s.frv..

Mesti okrarinn er ríkið sjálft sem alls staðar smyr á og/eða klípur af, enda 63 þingmenn búnir að vera á fullu við það áratugum saman að skálda upp nýjar álögur til að hengja um háls þegnanna með þeim afrakstri að um 70% af launum venjulegs fólks hverfur í gin ríkis-ljónsins með einum eða öðrum hætti.

Stærsta forgangsmál Íslendinga er að vinda ofan af þessu, finna nýjar skapandi leiðir til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð og lækka um leið álögur á almenning til muna! 
Getum við ekki sammælst um þetta gott fólk sem forgangsmál næstu missera?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: