- Advertisement -

Nýfrjálshyggjan brýtur niður samfélagið

Gunnar Smári skrifar:

Fyrir nýfrjálshyggju var þumalputtareglan að hæstu laun væru 3-5 föld lægstu laun. Æðstu stjórnendur hjá ríki og sveitarfélögum, ráðherrar, bæjarstjórar og ríkisforstjórar, voru með um 3föld lægstu laun (um 950 þús. kr. í dag), hæst launuðu starfsstéttirnar voru um um 4föld lægstu laun, t.d. flugmenn, læknar (um 1250 þús. kr. í dag) og forstjórar stórfyrirtækja með um 5föld lægstu laun (um 1600 þús. kr. í dag).

Þessi forstjóri er hins vegar með 94,5föld lægstu laun og enginn sá sem nefndur er í fréttinni með minna en 15föld lægstu laun. Þetta fólk metur fólkið sem skúrar skrifstofunnar þess sem aðra dýrategund, eitthvað sem á skilið að lifa við allt önnur kjör og aðstæður en það sjálft telur sig eiga að njóta. Nýfrjálshyggjan er ekki aðeins óréttlát, ekki aðeins heimskulegur grunnur undir atvinnulíf og efnahagsmál, því hún dregur úr styrk hagkerfisins; heldur brýtur hún niður samkennd og mennsku í samfélaginu. Og þar með samfélagið; það tollir ekki uppi án mannúðar og samkenndar. Forstjórarnir sem skammta sér þessi laun eru tilræðismenn við samfélagið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: