- Advertisement -

Nýr „sjálfstæðisflokkur“ í undirbúningi

Slík­ar radd­ir eru uppi nú.

Styrmir Gunnarsson er einn helsti gluggi okkar hinna inn í átökin í Sjálfstæðisflokki. Styrmi er mikið í mun að forysta flokksins stigi niður og hefja samtal við ósátt fólk í flokknum. Hann upplýsir í Moggagrein dagsins að rætt sé um stofnun nýs flokks.

„Eins og gjarn­an vill verða, þegar ágrein­ing­ur kem­ur upp í stjórn­mála­flokk­um, eru þeir til sem vilja af­greiða mál­in á skjót­an hátt með út­göngu og nýrri flokks­stofn­un. Slík­ar radd­ir eru uppi nú. Aug­ljóst er að ef Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn klofnaði aft­ur mundu þau flokks­brot verða af svipaðri stærð og Viðreisn og áhrif flokks­ins á fram­gang þjóðmála þá orðin lít­il,“ skrifar Styrmir.

„Þetta sjá auðvitað all­ir og þess vegna eru aðrir sem segja: lát­um fyrst reyna á hvort hægt er að rétta stefn­una af með umræðum inn­an flokks. Það eru umræður af þessu tagi sem eru framundan inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins. Og þá kem­ur til kasta hóps, sem gegn­ir mik­il­væg­ara hlut­verki en flest­ir aðrir í slík­um umræðum en það er hin kjörna for­ystu­sveit flokks­ins,“ bætir hann við.

Og svo nokkur orð til forystu flokksins: „Hún á tveggja kosta völ og get­ur sagt: við erum búin að af­greiða málið á þingi og snúum okk­ur því að öðru. Sú leið kann ekki góðri lukku að stýra. Hin leiðin er sú að taka upp viðræður við and­stæðinga orkupakk­ans og leita leiða til þess að sam­eina þess­ar fylk­ing­ar á ný.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: