- Advertisement -

Nýtt app frá Náttúran.is

Náttúran.is hefur gefið út nýtt app, Húsið, fyrir iOS og Android og er því ætlað að höfða til allrar fjölskyldunnar. Húsið er líka hægt að skoða í vefútgáfu.

Eins og annað efni sem Náttúran.is hefur þróað er appið ókeypis. Í Húsinu eru þrír flokkar: Húsið og umhverfið, merkingar og leikir. Húsið og umhverfið virkar þannig að smellt er á einstaka rými innan og utan dyra og svo á einstaka hluti. Birtast þá upplýsingar um hvernig umhverfis- og heilsuáhrif, endurnýting, sparnaður og hagsýn og vistvæn innkaup geta tengst þessum hlutum. Í merkingaflokkinum er að finna yfirlit yfir merki sem hafa með umhverfi, sjálfbærni, endurvinnslu og hættur að gera og segir á vef Náttúru.is að aðeins með því að skilja þýðingu þeirra séum við fær um að velja jákvæða og vistvæna kosti. Undir Leikir eru svo alls kyns hugmyndir að leikjum, hvort sem þeir eru úti eða inni, sem og hugmyndir að föndri. Þarna er einnig að finna góð ráð varðandi neytandann og umhverfið.

Hér er hægt að lesa nánar um appið og hvar hægt er að nálgast það.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: