- Advertisement -

Nýtt hlutverk bíður Guðjóns Vals

Jafnbesti handboltamaður Íslands fyrr og síðar, Guðjón Valur Sigurðsson, mun takast á við nýtt hlutverk í lífi sínu; hann er að verða afi.

Ína Guðjónsdóttir, dóttir hans, hefur nú greint frá því að hún og Ari Friðfinnsson eigi von á barni.

„Lítil baun á leiðinni með okkur heim frá Barcelona,“ skrifaði Ína í færslu á Instagram; birtir mynd af sónarmynd og barnafötum.

Hinn væntanlegi afi, Guðjón Valur, setti að sjálfsögðu hjarta við færslu dóttur sinnar.

Ekki er langt síðan skórnir hans Guðjóns Vals fóru upp í hillu eftir langan og stórkostlegan feril, bæði með félagsliðum víða um heim sem og með landsliðinu; síðan sneri kappinn sér að þjálfun og stýrir í dag þýska handknattleiksliðinu Gummersbach.

En nú er komið að nýjum kafla og sérstaklega ánægjulegum; afahlutverkið mun án efa klæða Gujón Val jafnvel og handboltabúningurinn gerði.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: