- Advertisement -

Óboðleg vinnubrögð Alþingis

Þinginu er ætlaður ótrúlega knappur tími.

„Þingið á að fá um fjórar vikur til að ljúka þeirri vinnu. Mér þykir þetta ekki boðleg vinnubrögð,“ Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, í ræðustól þingsins.

„Mér verður oft hugsað til þess, á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að ég settist á þing í fyrsta skipti, hvernig vinnubrögð okkar og vandvirkni eru við afgreiðslu mála. Ég verð að viðurkenna að þar held ég að við getum gert talsvert betur. Það er kannski tvennt sem ég er með hugann við í augnablikinu, hvort tveggja mjög stór mál; annars vegar sameining Seðlabanka og Fjármálaeftirlits og hins vegar fjármálaáætlun ríkisstjórnar, þar sem þinginu er ætlaður ótrúlega knappur tími til að ljúka jafn stórum málum,“ sagði Þorsteinn.

„Ef við horfum á fjármálaáætlunina til að byrja með liggur fyrir hið augljósa að efnahagslegar forsendur hennar eru brostnar og við sitjum hér í hlutlausum gír og bíðum eftir nýrri þjóðhagsspá sem á að koma, vonandi eftir viku, til að geta hafið vinna við fjármálaáætlun sem við eigum síðan að ljúka á tveimur til þremur vikum samkvæmt starfsáætlun. Hið augljósa í stöðunni er að ekki er verið að vinna neitt í fjármálaáætlun í augnablikinu því að það vita allir sem horfa á hana að plaggið sem við höfum í höndunum er innstæðulaust.

Hið sama er dálítið uppi á teningnum þegar við ræðum sameiningu Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Hér erum við í fyrsta skipti í tæpa tvo áratugi að snerta á löggjöf um Seðlabanka Íslands, peningastefnuna, eina mikilvægustu efnahagsstofnun landsins. Þingið á að fá um fjórar vikur til að ljúka þeirri vinnu. Mér þykir þetta ekki boðleg vinnubrögð, herra forseti, og ég trúi ekki öðru, t.d. sér í lagi í því gríðarlega mikilvæga máli þar sem mörg stór álitaefni hafa þegar verið tekin upp við háttvirtri efnahags- og viðskiptanefnd, en að við ætlum okkur eitthvað lengri tíma til að ljúka jafn stóru og mikilvægu máli en fjórar vikur eða svo.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: