- Advertisement -

Ófriðurinn eykst enn í Sjálfstæðisflokki

„Eru þetta skynsamleg viðbrögð hjá forystusveit Sjálfstæðisflokksins? Varla.“

„Það er ekki oft, sem svo harkaleg átök verða um grundvallarmál í stjórnmálaflokkum og nú standa yfir í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Það gerðist þó fyrir rúmum tveimur áratugum í Sjálfstæðisflokknum, þegar tekizt var á um auðlindagjöld í sjávarútvegi,“ skrifar Styrmir Gunnarsson sem man eflaust manna best eftir þeim átökum.

Styrmir spyr og svarar:

„Hvað gerði forystusveit Sjálfstæðisflokksins þá?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hún brást ekki þannig við að vaða yfir flokkssystkini sín heldur leitaði sátta. Að lokum voru auðlindagjöld samþykkt, sem þáttur í grundvallarstefnu flokksins á fyrsta landsfundi á nýrri öld, þótt ágreiningur væri um framkvæmd þeirrar stefnu.“

Síðar á árinu verður haldið upp á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. Mikið þarf að breytast verði tímamótanna minnst í sátt og samlyndi.

Styrmir: „Enn sjást engin merki þess að forystusveit Sjálfstæðisflokksins ætli að bregðast þannig við nú. Hún virðist ætla að halda upp á 90 ára afmæli flokksins með stóran hluta fótgönguliða flokksins í uppnámi.“

Styrmir sér ljóstýru hjá Framsókn: „Vísbendingar eru um að forysta Framsóknar muni hugsanlega bregðast við á annan veg, alla vega ef marka má ummæli formanns þess flokks fyrir skömmu.“

Stefna forystu Sjálfstæðisflokksins virðist ætla að hunsa vilja manna eins og Styrmis, Davíðs og fleiri. Því spyr Styrmir:

„Eru þetta skynsamleg viðbrögð hjá forystusveit Sjálfstæðisflokksins? Varla.“

Skrif Styrmis eru sótt á vefsíðu hans; styrmir.is.


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: