- Advertisement -

Ófriðurinn skapar okkur ofboðsleg tækifæri, segir Bjarni Benediktsson

Sigmundur Davíð:
„Kemur ekki til greina að mati hæstvirts ráðherra að hverfa frá áformum um að leggja bann við rannsóknum og vinnslu olíu og gass í íslenskri lögsögu?“

„Það sem blasir við okkur núna, m.a. vegna efnahagslegra áhrifa af stríðsátökunum, eru þessi ofboðslegu tækifæri sem við getum sótt innan lands, hér heima fyrir, til að nýta sjálfbæra orku til að mæta okkar orkuþörf inn í framtíðina,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í gær.

Hann sagði: „Í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar segir að ekki verði farið út í olíuleit á kjörtímabilinu, en það er ekki lagt varanleg bann við því að nýta slíka möguleika í framtíðinni — sem væri annars konar ákvörðun í mínum huga. Ég tek undir það að þessa hluti þarf m.a. að skoða í samhengi við öryggismál og í því samhengi mögulega fullveldismál. En eigum við ekki að líta aðeins inn á við hérna í þinginu og horfast í augu við að það gengur ekki að Alþingi Íslendinga ljúki ekki rammaáætlun í núna að verða níu ár? Það er verið að ræða hlutina í öfugri röð ef við, án þess að ná einhverri framvindu í þeirri umræðu, erum farin að snúa okkur að olíu og gasi. Það sem blasir við okkur núna, m.a. vegna efnahagslegra áhrifa af stríðsátökunum, eru þessi ofboðslegu tækifæri sem við getum sótt innan lands, hér heima fyrir, til að nýta sjálfbæra orku til að mæta okkar orkuþörf inn í framtíðina,“ sagði Bjarni..

Sigmundur Davíð hafði spurt Bjarna: „Kemur ekki til greina að mati hæstvirts ráðherra að hverfa frá áformum um að leggja bann við rannsóknum og vinnslu olíu og gass í íslenskri lögsögu? Þessi áform ríkisstjórnarinnar voru aldrei skynsamleg, þau hafa ekki gert neitt fyrir umhverfið en nú er þetta líka orðin spurning um stöðu Vesturlanda í breyttum heimi.“

Bjarni sagði einnig: „Það sem snýr að möguleikanum á því að í framtíðinni verði hugsanlega hægt að nýta það sem mögulega eru olíulindir í íslenskri efnahagslögsögu ætti að koma aftar í forgangsröðinni. Það sem þessi ríkisstjórn hefur sagt er að þetta sé ekki á dagskrá. Nú hefur ríkisstjórnin lagt fyrir þingið rammaáætlun og ég held að við verðum að taka höndum saman og finna leið til að ljúka afgreiðslu hennar þannig að við getum þá farið í beinu framhaldi af því að snúa okkur að fjórða áfanganum og nýta þá kosti sem eru til staðar í landinu til sjálfbærrar orkuvinnslu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: