- Advertisement -

Óheiðarleg framkoma hjá Bjarna – fólk er í bráðri neyð – svartnætti blasir við

Kristrún skýtur föstum skotum að Bjarna fjármálaráðherra.

„Mér finnst það óheiðarleg framkoma hjá fjármálaráðherra að koma upp í ræðustól á Alþingi og berja sér á brjóst. Ríkisstjórnin er að helminga ný fjárframlög til uppbyggingar á félagslegu húsnæði en hann talar um úrbætur. Það er talað um 400 óhagnaðardrifnar félagslegar íbúðir en allt árið hefur innviðaráðherra rætt allt að 1.200 íbúðir í farvatninu,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í stórri fréttaskýringu í Fréttablaðinu. Þar er fjallað um neyð fólks sem bugast undan stórhækkandi húsaleigu. Eins og dæmin sanna.

„Ef tekjur þurfa að hækka um 150.000 krónur til að standa undir hækkun á leigu er ljóst að svartnættið eitt blasir við,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins.

„Þeir sem byggja til að leigja út virðast sumir hverjir taumlausir í gróðasókn sinni. Þetta er starfsemi sem gengur út á að ganga inn að beini á lágtekjufólki,“ segir Stefán Ólafsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég hef hitt fólk sem segist velja að gista í hjólhýsi en það vill enginn gista í bílnum sínum,“ segir Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar,

„Stjórnvöld hafa verið að vinna tillögur um aukinn húsnæðisstuðning en hann er ekki hugsaður til að fita efnahagsreikning leigufélaganna heldur til að styðja við fólkið í landinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Samkvæmt því sem forsætisráðherra segir er ljóst að ríkisstjórn er nokkuð sein til verka. Þetta er bráðavandi. Fólkið, það er þolendur þessa ástands, þolir enga bið. Þeirra bíður jafnvel bara gatan.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: