- Advertisement -

Óhrædd segir Bryndís já við orkupakkanum

„Ég viðurkenni líka að ef ég teldi vera einhverja raunverulega hættu hérna á ferð, þá myndi ég ekki hika við að segja nei. Ég sé enga ástæðu til þess því að enn sem komið er hefur engum tekist að sannfæra mig um að hér sé einhver hætta á ferð fyrir okkur Íslendinga. Ég sé enga ástæðu til þess að fara til baka í sameiginlegu EES-nefndina í einhverja vegferð sem við vitum ekkert hvað er.“

Þetta sagði Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki á Alþingi, í umræðu um orkupakkann.

Bryndís hélt áfram og sagði: „Miklu frekar vil ég horfa fram á veginn, samþykkja þriðja orkupakkann og brýna svo utanríkisþjónustuna í hagsmunagæslu okkur til framtíðar. Það er kannski eitt af því sem við ættum miklu frekar að vera að ræða hérna. Hvað er í orkupakka fjögur? Hvað kemur svo? Hvað er næst? Það er það sem er að gerast í Brussel núna. Það eru allir löngu búnir að samþykkja þennan orkupakka þrjú. Við erum allra síðust. Við erum að rífast um eitthvað sem Noregur var að rífast um fyrir meira en ári og þeir gátu leyst þann ágreining með yfirlýsingu. Við göngum enn lengra en þeir með okkar fyrirvara.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: