- Advertisement -

OKUR Á BÍLATRYGGINGUM

…hrekur staðhæfingar þeirra um slysatölur, sem í raun hafi lækkað um 8% árið 2019, en á sama tíma hafi iðgjöld hækkað um 6%.

Árni Gunnarsson skrifar:


Í síðasta fréttablaði Félag íslenskra bifreiðareigenda er athyglisverð grein um verðlagningu íslenskra tryggingafélaga á bílatryggingum. Blaðið birtir línurit um hækkanir á flokki trygginga og segir: „Stóra myndin á þessari síðu segir meira en þúsund orð um gegndarlaust okur tryggingafélaganna á bíleigendum. Þar sést hvernig vísitala bílatrygginga hefur flogið fram úr vísitölu neysluverðs“.


Blaðið bætir svo við: „Framúrakstur iðgjalda ábyrgðartrygginga ökutækja hófst fyrir alvöru 2014. Á hverju ári eftir það hækkuðu bílatryggingar langt umfram vísitölu neysluverðs. Hlutfallslega hækkuðu bílatryggingar um 84% frá 2008 til 2019 meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 42%. Með öðrum orðum, á þessum 10 árum hækkuðu bílatryggingar helmingi meira en neysluvörur almennings.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

 Síðan ræðir blaðið „ótrúverðugar skýringar tryggingafélaga“ og hrekur staðhæfingar þeirra um slysatölur, sem í raun hafi lækkað um 8% árið 2019, en á sama tíma hafi iðgjöld hækkað um 6%.

Þessi grein er athyglisverð og ættu sem flestir bíleigendur að lesa hana. Blaðið leggur til, að allir bíleigendur leiti eftir tilboðum í tryggingar sínar. Það eitt geti skapað samkeppni um lægri iðgjöld.

Blaðið bendir einnig á gríðarlegan arð tryggingafélaganna á síðustu árum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: