- Advertisement -

Óli Björn ætti að líta sér nær

Vandi Sjálfstæðisflokksins er að æ fleiri af þeim sem hafa stutt flokkinn geta ekki lengur lokað augunum fyrir því að flokkurinn er fyrst og fremst flokkur þröngra sérhagsmuna.

Sigurjón Þórðarson.

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Stjórnmál Óli Björn Kárason skrifar í dag ábúðarmikla grein um vanda Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðið og má lesa á milli línanna að Óli Björn telji að flokkurinn sé fórnarlamb málamiðlanna í samstarfi Vg og Framsóknar, en er það svo?

Það er áhugavert að fara yfir söguna og skerpa myndina við lítinn bæ t.d. Siglufjörð þegar Óskar Halldórsson -Íslandsbersi, mætti með sína lifrarpotta á Sigló og hóf þar framleiðslu fyrir um 100 árum síðan. Í þá daga streymdu bátarnir lestaðir að bryggju og árið 1924 var þorskaflinn a.m.k. 110 þús tonnum meiri en hann er í ár. Líklegast hefur aflinn verið mun meiri en þau 320 þús tonn sem eru skráð, þar sem þá var öldin önnur og ekki löggiltar vigtar eða drónar Fiskistofu yfir hverri löndun í þorpum landsins. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Er Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn til þess að taka gagnrýna umræðu um fiskveiðiráðgjöf sem skilar minni afla í öllum nytjategunum til þess að skapa svigrúm fyrir nýliðun og frelsi í útgerð? Nei svo er alls ekki, en á síðasta þingvetri studdi Óli Björn og Sjálfstæðisflokkurinn að grásleppan færi inn í kerfi árangursleysis og samþjöppunar. 

Ef Óskar Halldórsson kæmi nú 100 árum síðar endurfæddur til Siglufjarðar þá kæmi hann að harðlæstum dyrum í sjávarútvegi og alls óvíst að hann gæti reynt fyrir sér jafnvel með krabbagildrur eða hvað þá annað.

Vissulega er hægt að hefja mjög takmarkaðar strandveiðar í nokkrar vikur á ári, en þá þarf viðkomandi að  greiða á annan tug prósenta hærri hafnargjöld en einokunarútgerðin úr Vesmanneyjum sem heldur nú um stundir á megninu á af útræðisrétti Fjallabyggðar.  Er Sjálfstæðisflokkurinn  að tala fyrir auknu frelsi til handfæraveiða? Svarið er nei – hann berst gegn frelsi fyrir litla sjálfstæða manninn og fyrir fákeppni örfárra auðmanna.

Ef Óskar Halldórsson kæmi nú 100 árum síðar endurfæddur til Siglufjarðar þá kæmi hann að harðlæstum dyrum í sjávarútvegi og alls óvíst að hann gæti reynt fyrir sér jafnvel með krabbagildrur eða hvað þá annað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur búið svo um hnúta að öll nýsköpun er bönnuð í sjávarútvegi nema þá að hún sé sérstaklega leyfð.

Vandi Sjálfstæðisflokksins er að æ fleiri af þeim sem hafa stutt flokkinn geta ekki lengur lokað augunum fyrir því að flokkurinn er fyrst og fremst flokkur þröngra sérhagsmuna.

Hvorki sjálfstæði veitingamaðurinn né hagsýna húsmóðirin kaupa þá dellu Óla Björns og félaga að það sé öllum til góða að koma á einokun án nokkurs aðhalds á úrvinnslu kjötafurða á Íslandi. Vissulega eru okurvextirnir sem Sjálfstæðisflokkurinn býður upp ágætir a.m.k. til skamms tíma litið fyrir fjármagnseigendur sem ráð flokknum, en hræðilegur fyrir almenning og þá sem  í nýsköpun og uppbyggingu á fyrirtækjum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: