- Advertisement -

Óli Björn, bentu á milljón króna manninn

Sjónhverfing sem ríkið notar er að kalla eftirlaun ellilífeyrir og segja að lífeyrir megi skerða en ekki laun.

Wilhelm Wessman skrifar:

Nú þegar stofnfundur Málsóknarsjóðs Gráa hersins er að bresta á, en hann verður haldin mánudaginn 28. október, stofnfélagar er 33 félög eldri borgara á landsvísu og Grái herinn, fæ ég oft eftirfarandi spurningu.
Eruð þið að berjast fyrir að miljón króna maðurinn verði ekki skertur? Ég svara á móti hvar er þessi miljón króna maður? Ég skora á Óli Björn Kárason alþingismann að segja til hans.

Ég þekki engan og Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða sagði á morgunvakt Rásar 1 nýverið að það heyrði til algjörra undantekninga ef fólk væri með miljón á mánuði úr lífeyrissjóð. Staðreyndin er eftirfarandi og tek ég mín eftirlaun sem dæmi. Eftir að hafa greitt í lífeyrissjóð í 44 ár og sex mánuði og skatta til ríkisins frá því að ég var sextán ára eða í 61 ár fæ ég 313 þúsund samanlagt frá TR og LVR eftir skatta og skerðingar.
Er þetta ekki undir fátækramörkum?
Ég telst sennilega í hærri kantinum miðað við eftirlaun á almenna vinnumarkaðinum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjónhverfing sem ríkið notar er að kalla eftirlaun ellilífeyrir og segja að lífeyrir megi skerða en ekki laun. Greiðslur frá ríkinu og úr lífeyrissjóðum eru áunnin laun.
Ég hvet Landssamtök lífeyrissjóða til að beita sér fyrir því að framvegis verð ekki talað um ellilífeyrir heldur EFTIRLAUN.

Í pistli sem Rafn Kjartansson skrifaði nýverið í Lifðu núna segir hann:

Þegar ég fór að skoða málið nánar komst ég að því að í lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr.1, 10.janúar 1997 er orðið ellilífeyrir notað 28 sinnum að því er mér taldist til. Í þessum lögum eru hvergi orðuð eftirlaun. Hins vegar hefur Alþingi einnig gefið út Reglur (nr.496) um greiðslu eftirlauna forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Reglurnar fjalla um greiðslur til þessara aðila úr LSR. Þar kemur orðið „eftirlaun“ fyrir 19 sinnum, en hvergi er að finna orðstofninn „elli“ í því plaggi og mætti helst ætla að þessum aðilum væri sá þáttur ævinnar óviðkomandi og aðeins ætlaður hinum óæðri.

Wilhelm Wessman



Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: