- Advertisement -

Óli Björn er óviss um frumvarp Lilju

Óli Björn: „Af þeirri ástæðu einni get­ur verið skyn­sam­legt að lofa þing­inu að fást við verk­efni sem mennta­málaráðherra hef­ur mótað í formi frum­varps.“

„Mennta­málaráðherra hef­ur kynnt stjórn­ar­flokk­un­um frum­varp um stuðning við sjálf­stæða fjöl­miðla. Efn­is­atriði þess koma fram þegar ráðherra mæl­ir fyr­ir frum­varp­inu. Þegar og ef frum­varpið kem­ur til efn­is­legr­ar meðferðar á Alþingi, verður ekki hjá því kom­ist að skoða stöðu Rík­is­út­varps­ins,“ skrifar hann í Moggagrein í dag.

Þarma má lesa efa um ágæti frumvarpsins, sem enn er leynd yfir og beðið eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins. Viðbrögð Óla Björns gefa Lilju ekki góðar vonir um framgang frumvarpsins.

Óla Birni er yfirburðastaða Ríkisútvarpsins, meðal fjölmiðla, hugleikinn.

„Kannski er von til þess að hægt sé að setja ein­hver bönd á sam­keppn­is­rekst­ur rík­is­ins og draga þannig úr þörf­inni fyr­ir sér­tæk­ar aðgerðir sem ætlað er að koma í veg fyr­ir að sjálf­stæð fjöl­miðlun á Íslandi kom­ist í þrot. Af þeirri ástæðu einni get­ur verið skyn­sam­legt að lofa þing­inu að fást við verk­efni sem mennta­málaráðherra hef­ur mótað í formi frum­varps.“

Hann er ekki bjartsýnn: „Það eru litl­ar eða eng­ar lík­ur á því að leik­regl­un­um verði breytt á kom­andi árum. Öllum má vera það ljóst að yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti þing­manna stend­ur dyggi­lega vörð um Rík­is­út­varpið. Þess vegna, og eins vegna þess hve mik­il­væg­ir frjáls­ir fjöl­miðlar eru, hef ég talið koma til greina að styrkja sjálf­stæða fjöl­miðlun með öðrum hætti – gera til­raun til að gera leik­inn ör­lítið jafn­ari. Skil­virk­asta leiðin til að styrkja rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla er lækk­un skatta og op­in­berra gjalda. Inn­leiða sam­ræmd­ar og gagn­sæj­ar skattaí­viln­an­ir fyr­ir einka­rekna fjöl­miðla. Hug­mynd­in er langt í frá galla­laus en er lítið annað en nauðvörn – viðleitni til að rétta hlut einka­rek­inna fjöl­miðla í ósann­gjarnri sam­keppni við rík­is­fyr­ir­tæki.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: