- Advertisement -

Ólík staða LSH og Klíníkurinnar

„LSH fær ekkert aukafjármagn með þeim alvarlega veiku sjúklingum sem berast frá einkareknu stöðvunum,“ skrifar Benedikt Ó. Sveinsson læknir, í Fréttablaðinu í dag. „Einkareknu stöðvarnar geta hins vegar fleytt rjómann, reiknað sér hagnað og greitt arð, sem nemur háum fjárhæðum. Þarna er á ferðinni alvarlegt misræmi, sem verður að lagfæra LSH í vil með samræmdu kostnaðargreiningakerfi,“ skrifar hann.

Benedikt benduir á að Landspítalinn fær eingreiðslu úr ríkissjóði, sem er ákveðin í fjárlögum hvers árs. Einkareksturinn fær hins vegar borgað fyrir hvert verk. Því fleiri verk að vinna, því hærri greiðslur.

„…munurinn á ofangreindum einkarekstri og starfsemi LSH er sá að SÍ greiðir einkarekstrinum fyrir hverja mælda vinnueiningu meðan LSH verður að búa við fasta eingreiðslu. Ekki nóg með það. Í einkarekstrinum, einkum þegar um aðgerðir er að ræða, koma upp ýmis alvarleg vandamál, sem ekki verður ráðið við nema á sérhæfðum spítala á borð við LSH. Þar stendur hnífurinn í kúnni.“

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur sagt að semji Sjúkratryggingar við Klíníkina verði það ógn við Landspítalann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Mikið hefur verið rætt og skrifað að undanförnu um að að baki Klín­íkinni standi fjármálaöfl, sem hafi það eitt að markmiði að græða peninga og leysa til sín arð í ómældu magni. Í samningum SÍ við Klíníkina má að sjálfsögðu girða fyrir þann möguleika á sama hátt og gert var við nýstofnaðar einkareknar heilsugæslustöðvar, þ.e. að banna eða takmarka arðgreiðslur af rekstri sem að stærstum hluta er greiddur af almannafé. En það sem er enn mikilvægara að tryggja, gangi SÍ til samninga við Klíníkina á þann veg að greitt verði fyrir hvert verk, er að ganga þannig frá hnútum við LSH að sama greiðslufyrirkomulag gildi þar. Setja þarf stóraukið fé í uppbyggingu nýs spítala LSH og gera stefnumörkun um framtíð heilbrigðis- og sjúkrahúsmála. Þá fyrst er komin á eðlileg samkeppni innan heilbrigðiskerfisins þar sem setið er við sama borð,“ skrifar Benedikt Ó. Sveinsson læknir.

Hér má sjá grein Benedikts í heild.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: