- Advertisement -

Ólína hrífst af Íslandsbanka

Ólína Þorvarðardóttir hrífst af umdeildri ákvörðun Íslandsbanka.

Ólína Þorvarðardóttir.

„Þetta finnst mér djarft og þarft framtak hjá Íslandsbanka. Viðbrögðin við þessari ákvörðun valda mér hins vegar bæði áhyggjum og vonbrigðum, sérstaklega er ég hugsi yfir viðbrögðum sumra þingmanna sem hafa þó stjórnarskrárbundna skyldu til þess að varðveita meginmarkmið laga til dæmis jafnréttislaga. Nú stígur fram fjármálastofnun sem ætlar að virða í verki þessi markmið (sem eru raunar einnig meðal heimsmarkmiða SÞ), og þá verða menn skrítnir í framan, fara að tala um „frelsi“ fjölmiðla og láta jafnvel eins og fjölmiðlarnir séu heilagar kýr sem ekki megi hafa skoðun á eða beita aðhaldi á nokkurn hátt. Þannig talaði t.d. einn þingmaður í Kastljósi í gær. En þetta hefur bara ekkert með frelsi fjölmiðla að gera. Gleymum því heldur ekki að fjölmiðlar eru mótendur og áhrifavaldar í samfélagi okkar og þeir þurfa líka aðhald. Ef þeir ekki sýna allar hliðar mannlífsins eru þeir ekki að standa sig. Fjölmiðlar hafa fyrst og fremst skyldur við almenning, þeir hafa almannahagsmunahlutverk, og þeim ber að sinna því hlutverki af samviskusemi. Kynjajafnrétti er almannahagsmunir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: