- Advertisement -

Öllum breytingartillögum var hafnað

obi.is:

Alþingi greiddi atkvæði um frumvarp til fjárlaga og þær breytingartillögur sem lágu fyrir í gær, miðvikudaginn 27. nóvember. Í stuttu máli var öllum breytingatillögum stjórnarandstöðunnar hafnað, og breytingartillögur meirihluta samþykktar. 

Breytingartillaga frá Ágústi Ólafi Ágústssyni, Loga Einarssyni, Halldóru Mogensen, Ingu Sæland, Birni Leví Gunnarssyni, Guðjóni S. Brjánssyni, Guðmundi Inga Kristinssyni, Guðmundi Andra Thorssyni, Helgu Völu Helgadóttur, Helga Hrafni Gunnarssyni, Jóni Þór Ólafssyni, Maríu Hjálmarsdóttur, Oddnýju G. Harðardóttur, Smára McCarthy og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur um verulega hækkun framlaga til almannatrygginga, hækkun sem hefði fært örorku og ellilífeyri til jafns við lægstu laun, kom til atkvæða kl 17:41 og féllu atkvæði þannig:

Nei sögðu 31, já sögðu 14, 7 greiddu ekki atkvæði.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir sögðu nei.

Já sögðu þau Ágúst Ólafur Ágústsson, Björn Leví Gunnarsson, Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðmundur Andri Thorsson, Halldóra Mogensen, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Jón Þór Ólafsson, Logi Einarsson, María Hjálmarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir og Smári McCarthy.

Greiddu ekki atkvæði voru þau Andrés Ingi Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Þórarinsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdimarsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson og Þorsteinn Sæmundsson

Fjarverandi voru Bergþór Ólason, Bjarni Benediktsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Þeir þingmenn sem felldu breytingartillöguna voru þau Ari Trausti Guðmundsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Ásmundur Friðriksson, Birgir Ármannsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Haraldur Benediktsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Alfreðsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Orri Páll Jóhannsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Óli Björn Kárason, Páll Magnússon, Sigríður Á. Andersen, Sigurður Ingi Jóhannsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Una Hildardóttir, Vilhjálmur Árnason, Willum Þór Þórsson, Þórarinn Ingi Pétursson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: