- Advertisement -

Ömmi: Taka kvótann af Samherja

„Það á að taka kvótann af Samherja og stokka upp kvótakerfið,“ sagði Ögmundur Jónasson í upphafi þáttarins 21 á Hringbraut, rétt í þessu.

Kári Stefánsson, sem er gestur í þættinum ásamt Ögmundi, segir um Samherjamálið, reynist það rétt, að þar hafi ekki bara farið á svig við lög, heldur hafi einnig verið farið á svig við almenna siðfræði.

Kári sagði að Samherji hafi, ef rétt er, skaðað okkar samfélag stórlega og að orðspor okkar hafi skaðast og óvíst sé hvort það vinnist aftur.

„Þegar menn verða ríkir á skömmum tíma finnst þeim að ráða öll,“ sagði Kári.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: