- Advertisement -

Ömurlegt hlutskipti fátækustu Íslendinganna

Verð í kjötbúð á Spáni: Mjólk 127 krónur. Stórt snittubrauð 41 króna, Átta kókómjólkur fernur 191 króna, krossant 41 króna og 12 kókdósir 1.067 krónur.

Við vitum öll, eða eigum að vita, að meðal okkar er fólk sem á ekki málungi matar. Fólk sem kemst ekki til læknis, á ekki að borða, stundum dag eftir dag, og við gerum ekkert þessu fólki til hjálpar. Eða svo gott sem. Ríkisvaldið lokar á þetta fólk.

Svo er annað fólk. Líka fátækt sem er í efnahagslegri útlegð frá Íslandi. Það fátæka fólk hafði efni á að koma sér til annars lands. Þar sem er mun auðveldara að ná en endum saman. Margt af því fólki er á Spáni. Ég er þar og sé þetta fólk oft.

Öfugt við það sem var þegar það var enn þá heima, er að hér getur það lifað á ellilífeyri eða örorkubótum sem var vonlaust að gera heima. En það er hreint út sagt ömurlegt að geta ekki verið nærri eigin afkomendum, öðrum ættingjum og vinum. Segja má að þetta fólk hafi verið rekið að heiman.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nýjar fréttir daglega.

Dýrtíðin á Íslandi er skelfileg. Fyrir það fólk sem er á lægri launum eða bótum er lífið á Íslandi hreinn þrældómur.

„Á síðustu áratugum hefur Ísland fest sig í sessi sem eitt allra dýrasta land veraldar. Ísland, Sviss or Noregur skipta þessum vafasama heiðri á milli sín, eftir því hvernig er mælt. Aðalmálið í þessu er að horfa ekki bara á hvar sé dýrt að lifa heldur líka að horfa á kaupmátt og getu fólks til að lifa í landinu. Að lifa í dýra landinu Sviss er ekkert slæmt af því kaupmáttur er þar mun hærri en í flestum öðrum löndum. Slæmu tíðindin fyrir Ísland eru þau að á meðan landið er dýrt er kaupmáttur almennings mjög lágur. Þetta er blanda sem við viljum ekki vera í: Að hlutir séu dýrir + að fólk hafi takmarkaða getu til að versla inn á því verðlagi. Af löndunum á þessari mynd er Ísland með lægstu kaupgetu (Local purchasing power) allra landa á myndinni. Þetta er það sem Íslendingar hafa búið við allt of lengi.“

Þannig skrifaði Hallgrímur Óskarsson í gær. Vinstri græn. Já, vinstri græn. Þau hafa sýnt og sannað að þeim er ekki annt um fátækasta og verst setta fólkið. Eru að verða einsmáls flokkur. Miðhálendisþjóðgarðsflokkur. Á meðan horfa þau fátækustu í tóman ísskápinn eða eru í efnahagslegri útlegð.

Aðalmyndin er frá rakarstofu. Fór þangað í gær og bað um skæraklippingu. Þá dýrustu sem hægt var að fá. Að venju er hárið þvegið fyrir og eftir klippingu. Kostaði 2.400 ísenskar. Venjuleg klipping með tveimur hárþvottum kostar 1.500 krónur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: