- Advertisement -

Ömurlegt í boði ríkisstjórnar eftir ríkisstjórn

Guðmundur Ingi Kristinsson í þingræðu:

„Eftir veru í samráðshópi um endurskoðun almannatrygginga, þar sem ég trúði því statt og stöðugt að það ætti og það yrði séð til þess að króna á móti krónu skerðingin illræmda myndi fara út, þá er það því miður ekki staðreyndin. Þessi ömurlega sérstaka uppbót sem sett var á árið 2009, til þess jú að hjálpa, er orðin að skrímsli. Síðan nota þeir líka aldurstengdu uppbótina inn í þessa hít til þess að geta með einhverjum ótrúlegum brellum náð peningum af þeim sem síst skyldi. Þetta er mér algjörlega óskiljanlegt.

Ég segi fyrir mitt leyti: Það er kominn tími til að við hér á þingi sýnum öryrkjum meiri virðingu en þetta. Látum ekki alltaf afganginn, ef einhver er, detta á borð öryrkjanna. Í fæstum tilfellum er því miður þessi afgangur ekki einu sinni nýttur fyrir öryrkjana heldur er alltaf verið að skerða og skerða meira og meira. Eins ömurlegt og það er þá verður staðan alltaf verri hjá öryrkjum og þeir eiga ekki lengur mat á diskinn sinn ef svona heldur áfram. Það er ömurlegt í boði ríkisstjórnar eftir ríkisstjórn.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: