- Advertisement -

OR stofnar félag um erlendar skuldir

Hér er því um nýtt afar skuldsett félag að ræða.

Verkefni og starfsemi ON Power ohf. myndi felast í framleiðslu á rafmagni og heitu vatni í Hellisheiðarvirkjun. Mynd: Verkís.

„Með því að skipta Orku náttúrunnar upp í Orku náttúrunnar ohf. og ON Power ohf. er verið að lágmarka gengisáhættu, auka gagnsæi og gefa skýra mynd af gjaldeyriseignum samstæðunnar,“ segir í bókun meirihlutans í borgarráði.

„Verið er að OHF-a erlendan rekstur Orku náttúrunnar og erlendar skuldir og tekjur færðar yfir í það félag. Erlendar tekjur á ári eru afar litlar og þarf 10 ár að greiða upp erlendar skuldir miðað við tekjur. Hér er því um nýtt afar skuldsett félag að ræða,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir að bragði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Má því segja að nokkurskonar skúffufélag sé hér á ferðinni.

En hvað er verið að gera og þá til hvers og hver á að gera hvað?: „Samkvæmt áformum Orkuveitu Reykjavíkur myndi Orka náttúrunnar ohf. sjá um framleiðslu á rafmagni og heitu vatni í Andakílsárvirkjun og Nesjavallavirkjun og bæði sjá um kaup og sölu á rafmagni til heimila og fyrirtækja á almennum markaði en einnig á heildsölumarkaði. Þá mun rekstur varaaflsstöðva, rekstur götulýsingar ásamt rekstri hleðslustöðva og rekstur jarðhitasýningar vera innan Orku náttúrunnar ohf. Verkefni og starfsemi ON Power ohf. myndi felast í framleiðslu á rafmagni og heitu vatni í Hellisheiðarvirkjun. Kaup og sölu á rafmagni á heildsölumarkaði ásamt því að sala á rafmagni til stórnotenda í erlendum gjaldmiðli myndi heyra undir starfsemina. Þá væri Jarðhitagarður hluti af starfsemi ON Power ohf.“

En til hvers er verið að þessu? Vigdís: „Óskiljanlegt er að Orkuveita Reykjavíkur hafi yfir höfuð tekið svo mikil erlend lán þegar tekjurnar eru í íslenskum krónum. Boðað er að sama stjórn sitji í nýju OHF félagi og situr í stjórn Orku náttúrunnar. Má því segja að nokkurskonar skúffufélag sé hér á ferðinni. Það liggur í augum uppi að þessi snúningur á eftir að hafa mikinn kostnaðarauka í för með sér þegar skipurit nýs félags verður kynnt með nýjum „stjórum“. Þessi uppskipting er áhættusöm og fjárhagslegur styrkleiki til að takast á við sveiflur í afkomu minnkar.“

…þá munu bæði félög eiga í umsvifamiklum fjárfestingum og rekstri.

Nú var meirihlutanum nóg boðið: „Samkvæmt skilgreiningu þá er skúffufyrirtæki fyrirtæki sem stofnað er formlega en hefur enga raunverulega starfsemi. Eins og fram kemur í bókun meirihluta þá munu bæði félög eiga í umsvifamiklum fjárfestingum og rekstri.“

Vigdís var ekki sátt þegar hér var komið og átti síðasta orðið: „Ekki er gagnbókun meirihlutans merkileg og hengir sig í eitt orð í bókun minni. Það sem átt var við með „skúffufyrirtæki“ er að búa á til nýja kennitölu og OHF-félag, með sömu stjórn og sömu starfsmönnum og eru í gamla félaginu. Auk þess er það fullyrt að enginn kostnaðarauki hljótist af þessum uppskiptum en allir vita hvað gerist þegar ný félög eða stofnanir eru settar á laggirnar þá upphefst mikill „stjóraleikur“: forstjóri, skrifstofustjóri, deildarstjóri o.s.frv. Eyðslan heldur áfram í öllum stofnunum borgarinnar auk dótturfélaga.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: