- Advertisement -

„Orkan okkar“

Mega menn ekki hafa skoðanir?

Össur Skarphéðinsson skrifar:

Ung og áreiðanlega efnileg þingkona leyfði sér að hafa skoðanir á orkupakkaræflinum á þingi undir dagskrárlið sem Þráinn Bertelsson kallaði einu sinni „hálftími fyrir hálfvita.“ Af tilviljun horfði ég á ræðuna. Hún var flutt af kurteisi sem ég náði því miður aldrei að tileinka mér. Í kjölfarið slæddist ég inn á „Orkan okkar“ þar sem einhver vitsmunavera hafði deilt frétt af ræðunni. Það var lífsreynsla.

Einkunnirnar sem henni voru gefnar af hinum málefnalegu andstæðingum orkupakkaræfilsins voru meðal annars þessar: Dramb, hroki, landráðafólk, ómerkileg, ósmekkleg, forhert, ræningjar, grey, skítalykt, skítadreifarar, „greyið stígur ekki i vitið“, lygi, lágkúra, og kona kallar kynsystur sína „litlu stelpuna sem talar einsog henni er sagt að gera“.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mega menn ekki hafa skoðanir? Er það ekki í lagi að fara eftir sannfæringu sinni og styðja hana rökum? Eru andstæðingar orkupakkans á móti því að fólk fari eftir fyrirmælum stjórnarskrárinnar og lúti sannfæringu sinni?

Annars allt gott að frétta úr Vesturbænum.

Tekið af Facebooksíðu Össurar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: