- Advertisement -

Orkupakkamálinu er ekki lokið – það er rétt að byrja

„Ef menn ganga gegn vilja kjósenda í þessu máli og ganga svo sannarlega gegn vilja mikils meiri hluta stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna til að klára þetta núna er málinu samt ekki lokið ef menn ímynda sér að því ljúki í dag. Þá er það að byrja fyrir alvöru. Þá byrjar þetta að hafa áhrif til framtíðar og þau áhrif verða til þess að þessi atkvæðagreiðsla, og hvernig menn verja atkvæði sínu hér í dag, mun ekki gleymast.“

Þannig mæltist Sigmundi Davíð á Alþingi í atkvæðagreiðslunni um orkupakkann.

„Það er full ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér málið sjálft og fólk hefur reyndar gert það. Fjöldi fólks hefur gert það og mikill meiri hluti þjóðarinnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að menn vilji ekki þessa innleiðingu,“ sagði hann og hélt áfram: „Svo leyfa háttvirtir þingmenn sér að koma hér upp hvað eftir annað og tala eins og almenningur, eins og stuðningsmenn eigin flokka ekki hvað síst, hafi ekki vit á þessu og þeir, stjórnmálamennirnir, þurfi að hafa vit fyrir þeim, þeir séu að láta plata sig, þeir séu hræddir að ástæðulausu o.s.frv.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: