- Advertisement -

Orkupakkinn: Af viðsnúningi þingmanns

„Það þarf að vera ljóst í umræðunni að við þurfum að ræða málið á miklu efnislegri hátt og og gæta að staðreyndum í öllum málflutningi.“

„Ég er einn af þeim háttvirtum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem var efasemdarmaður fyrir rúmu ári,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í þingræðu.

„Málið hefur breyst töluvert síðan þá í því ferli sem hefur farið fram efnislega síðustu 14 mánuði. Búið er að rita margar greinargerðir og lögfræðiálit og annað til að fara í gegnum þetta mál. Mínar áhyggjur sneru fyrst og fremst að því að ef það kæmi sæstrengur yrði hann að vera á fullu forræði okkar, út af íslenskum hagsmunum. Það var grunnpunkturinn í því máli,“ sagði Njáll Trausti.

Þingmaðurinn vísaði til sameiginlegs fundar atvinnuveganefndar og utanríkisnefndar Alþingis. Á fundinn kom Birgir Tjörvi Pétursson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þar var staðfest, eins og kemur fram í álitsgerðum sem hafa verið birtar, hjá Birgi Tjörva Péturssyni að hann telur að þriðji orkupakkinn, eins og hann er lagður fram fyrir þingið, og fyrirvarinn sem er lagður fram varðandi sæstreng, að það ætti að ræða hann hér og samþykkja. Hann er fullkomlega fyrir hagsmuni Íslendinga. Hann hefur engin áhrif á forræði Íslendinga yfir raforkuauðlindinni, þeirri gríðarlega mikilvægu auðlind sem við eigum sameiginlega. Það þarf að vera ljóst í umræðunni að við þurfum að ræða málið á miklu efnislegri hátt og og gæta að staðreyndum í öllum málflutningi.“

Njáll Trausti sagði einnig:

„Við erum að setja 160 milljónir í fjárlögunum til að gæta hagsmuna Íslands varðandi EES-samninginn til Brussel. Mig minnir að verið sé að bæta við átta stöðugildum einmitt til að fylgjast betur með hagsmunum okkar í því stóra samhengi og til að koma fyrr inn í ferlið. Við höfum líka verið að breyta því í þinginu, hvernig menn vilja nálgast þau mál.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: