- Advertisement -

Kostar meira að auka öryggi Íslands

Svæðisbundnu varnarsamstarfi hefur auk þess vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum, sérstaklega norræna varnarsamstarfinu.

Þorgerðru katrín Gunnarsdóttir.

„Við höfum hækkað framlög okkar til varnarmála undanfarið. Við höfum stutt Úkraínu en við þurfum að gera meira til að tryggja eigið öryggi og leggja meira af mörkum til sameiginlegra varna. Við getum ekki skorast undan ábyrgð,“ sagði Þorgerður Katarín utanríkisráðherra á Alþingi í umræðu um öryggi og varnir Íslands.

„Það hefur verið ljóst frá stofnun bandalagsins og sameiginlegur skilningur á því að Ísland hafi vitanlega sérstöðu vegna herleysis. Þrátt fyrir það hefur framlag okkar til sameiginlegra varna verið þýðingarmikið. Ísland veitir liðsafla bandalagsþjóða stuðning og tryggir að hér á landi séu tiltæk nauðsynleg geta, varnarmannvirki, kerfi, búnaður og þjónusta. Þetta minntust Finnar á í gær þegar við vorum í Keflavík og vorum að þakka þeim fyrir loftrýmisgæsluna þar sem þeir sögðu: Ísland er besta gestgjafaríkið sem við höfum farið til. Það eru meðmæli fyrir okkur og við eigum að gera meira í því,“ sagði utanríkisráðherrann.

…að efla öryggi og varnir Íslands…

„Í samræmi við versnandi öryggishorfur í álfunni höfum við eins og aðrir bandamenn aukið framlög okkar til öryggis- og varnarmála jafnt og þétt á síðustu árum en við þurfum að gera meira. Svæðisbundnu varnarsamstarfi hefur auk þess vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum, sérstaklega norræna varnarsamstarfinu. Þá hafa norðurslóðir fengið stóraukið vægi og með því samstarf bandalagsríkja á norðurslóðum um eftirlit og getu sem skiptir miklu máli í þessum heimshluta. Fyrir Ísland er þetta allt mikilvæg viðbót við varnarsamstarfið við Bandaríkin og samstarfið síðan innan NATO, en við þurfum að gera meira.

Við munum áfram vinna ötullega að því að efla öryggi og varnir Íslands í þéttu samstarfi við helstu bandalagsríki okkar og gera okkar ýtrasta til að reynast traustur bandamaður. Það kallar óhjákvæmilega á aukin framlög til öryggis- og varnarmála enda standa engin rök til þess að við getum skorast undan í þeim efnum, ekki frekar en önnur bandalagsríki. Við þurfum að gera meira og Alþingi mun áfram þurfa að taka veigamiklar ákvarðanir um til að mynda stuðning við Úkraínu og varnir Íslands líkt og aðrar vinaþjóðir okkar hafa gert í Evrópu að undanförnu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: