- Advertisement -

Ósætti með Lars í Noregi

Guðni Ölversson skrifar:

Mér hefur fundist nokkuð gaman að fylgjast með Lars Lagerbäck eftir að hann tók við þjálfun íslenska landsliðsins í fótbolta. Ekki síst umræðunni um karlinn eftir að hann tók við norska landsliðinu. Norskir fjölmiðlar fjölluðu á hástemmdan hátt um að Lars væri besti landsliðsþjálfari heimsins. Hann tapaði reyndar fyrstu leikjunum með Norðmenn eins og á Íslandi. Munurinn er samt sá að hann komst á flug með íslenska landsliðið sem hann hefur ekki gert með það norska.

Nú eru leikmenn norska liðsins farnir að gagnrýna þjálfarann, æði hart, eftir tapið gegn Serbum. Noregur er ekki að fara á Evrópumótið. Nokkrir leikmenn, með Alexander Sørloth í framlínunni, hafa gagnrýnt Svíann fyrir leikaðferðina gegn Serbum. Deilunum var lekið í fjölmiðla, af einhverjum úr landsliðshópnum og toppar innan norska knattspyrnusambandsins vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Má vel vera að Lars Lagerbäk sé á síðustu metrunum í starfi fyrir norska knattspyrnusambandið. En eitt er nokkuð augljóst. Norðmenn hafa mikla minnimáttarkennd gagnvart íslenska landsliðinu. Þeir vita, mæta vel, að íbúafjöldi á Íslandi er svipaður íbúafjöldanum í Bergen. Þeir vita að íslenska landsliðið hefur staðið því norska fullkomlega jafnfætis eftir Lagerbäk. Munurinn er sá að íslenskir knattspyrnumenn eru agaðri en þeir norsku. Kannski er það smæðin sem gerir okkar lið samheldnara en flest önnunur landslið. En eitt er nokkuð ljóst. Lars Lagerbäk er ekki sérlega kátur með dvöl sína í Noregi þessar vikurnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: