- Advertisement -

Ósann­sögli, spill­ing og þjónk­un við sér­hags­muni ráða ferðinni

Steinar Berg Ísleifsson skrifar sérstaka grein í Moggann í dag. Hann vann deilumál fyrir Hæstarétti. Alþingi breytti lögum eftir á með þeim afleiðingum að Steinar Berg stendur er kominn aftur á byrjunarreit. Hann vill ekki vera í veiðifélagi en getur ekki hætt í félaginu.

Vilji Steinars kristallast í þessari setningu hans: „Laxveiði á bökk­um Gríms­ár í landi Fossa­túns þjón­ar ekki framtíðaráformum okk­ar. Við vilj­um vernda laxa­stofn­inn til yndis­auka en ekki sportveiða.“

Grein Steinars Berg er löng. Hér eru tveir kaflar úr greininni.

Upphaf greinarinnar

Þú gætir haft áhuga á þessum
Eng­in umræða átti sér stað um mála­lok Hæsta­rétt­ar inn­an veiðifé­lags­ins, al­mennt eða við okk­ur.

Við hjón í Fossa­túni njót­um þess vafa­sama heiðurs að lög­gjaf­inn setti sér­stök lög til að leyfa veiðifé­lagi að halda áfram að skaða upp­bygg­ingu og starf­semi okk­ar. Til þess að losna und­an ákvæðum lag­anna sögðum við okk­ur úr veiðifé­lag­inu. Úrsögn­inni var hafnað á for­send­um skylduaðild­ar og því þurf­um við nú að höfða mál til að öðlast frelsi frá fé­lag­inu.

Þegar við eignuðumst Fossa­tún urðum við skylduaðild­ar­fé­lag­ar að Veiðifé­lagi Gríms­ár og Tungu­ár. Ábúðarfull­ur formaður ít­rekaði rétt veiðifé­lags­ins til at­hafna í landi okk­ar og friðhelgi veiðimanna. Þegar svo veiðifé­lagið fór að standa í sam­keppni við okk­ur á þeim for­send­um að það væri til hags­bóta fyr­ir aðra fé­lags­menn fannst okk­ur það skrýtið. Kynnt­um okk­ur lax- og sil­ungsveiðilög­in og þar blasti við að veiðifé­lag­inu og veiðimönn­um ber að taka til­lit til hags­muna allra aðild­ar­fé­laga og að al­menn­ur sam­keppn­is­rekst­ur rúm­ast ekki inn­an hlut­verks veiðifé­laga. Blásið var á at­huga­semd­ir okk­ar og við tóku mála­ferli þar sem Hæstirétt­ur staðfesti sjón­ar­mið okk­ar. Við héld­um að þar með væri mál­inu lokið, en svo var al­deil­is ekki!

Eng­in umræða átti sér stað um mála­lok Hæsta­rétt­ar inn­an veiðifé­lags­ins, al­mennt eða við okk­ur. Hið eina sem við skynjuðum sterk­lega var fé­lags­leg úti­lok­un. Tveim­ur árum síðar fund­um við út að fé­lagið hafði beitt póli­tísk­um klíku­skap til að breyta lög­un­um með það að mark­miði að ógilda hæsta­rétt­ar­dóm­inn. Útil­ok­un og óheiðarleiki staðfesti að við átt­um ekki heima í veiðifé­lag­inu.

Þorsteinn Sæmundsson og Guðmundur Andri Thorsson. Steinar Berg leitaði til þeirra án nokkurs árangurs. Tveir kunn­ingj­ar mín­ir sitja nú í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, þeir Þor­steinn Sæ­munds­son og Guðmund­ur Andri Thors­son. Mús­ík­alsk­ir menn sem ég þekki að góðu. Ég bar mig upp við þá fyr­ir nokkru.

Lok greinarinnar

Nú erum við sem sagt að hefja aðra yf­ir­reið um ís­lenska rétt­ar­kerfið vegna máls sem Hæstirétt­ur dæmdi okk­ur í hag – til­neydd vegna ólaga Alþing­is. Þegar við flutt­um í Fossa­tún óskuðum við þess að eiga góða sam­búð við granna okk­ar og sam­fé­laga. Það fór á ann­an veg. Það átti að valta yfir okk­ur. Maður verður að standa með sjálf­um sér.

Áður en til mála­rekst­urs­ins kom leituðum við ít­rekað eft­ir því við stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is að fá fund með nefnd­inni til þess að fara yfir for­send­ur og ferlið en… Tveir kunn­ingj­ar mín­ir sitja nú í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, þeir Þor­steinn Sæ­munds­son og Guðmund­ur Andri Thors­son. Mús­ík­alsk­ir menn sem ég þekki að góðu. Ég bar mig upp við þá fyr­ir nokkru. Guðmund­ur Andri, ný­kom­inn á þing, sagðist koma af fjöll­um en ætla að skoða málið og vera í sam­bandi en… Minn gamli skóla­bróðir Þor­steinn Sæ­munds­son bauð mér að hitta sig í hí­býl­um Alþing­is fyr­ir tveim­ur árum. Hann hét mér stuðningi við að finna út hvort hægt væri að end­urupp­taka sett lög ef t.d. ekki hefði verið kannað nægi­lega hvort þau stæðust stjórn­ar­skrá. Ég reyndi síðan að ná tali og senda hon­um skila­boð í nokkra mánuði en…

Við hjón, sem erum ástæða og fórn­ar­lömb lag­anna, telj­um að Alþingi sé ekki stætt á því að sniðganga mál­efna­leg­ar at­huga­semd­ir okk­ar.

Við fyrstu sýn kann fólk að halda að málið sé flókið og það þurfi að setja sig inn í ná­granna­erj­ur. Svo er ekki. Hæstirétt­ur skilaði niður­stöðu í ágrein­ingi ábú­enda Fossa­túns og veiðifé­lags­ins. Á www.sveitasaga.com eru rakt­ar staðreynd­ir um ólíðandi vinnu­brögð Alþing­is og ráðuneyt­is við und­ir­bún­ing og af­greiðslu laga. Ósann­sögli, óupp­lýst ákv­arðana­taka, spill­ing og þjónk­un við sér­hags­muni ráða ferðinni. Af­leiðing­in er ófag­leg og illa ígrunduð laga­setn­ing með slatta af sniðgöngu og ógegn­sæi í eft­ir­leik.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: