- Advertisement -

Óvíst hvort Vigdís verði fimmti ráðherrann

Heimildir herma að innan skamms verði ráðherrum fjölgað úr níu í tíu. Hvor stjórnarflokanna fékk fimm ráðherrasæti við stjórnarmyndinuna. Sjáflstæðisflokkur skipað strax fimm ráðherra en Framsóknarflokkurinn hefur aðeins skipa fjóra ráðherra.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur sagt að flokkurinn muni velja sér nýjan ráðherra, þannig að báðir flokkarnir hafi fimm ráðherra hvor.

Nú mun vera afráðið að fimmti ráðherra Framsóknarflokksins bætist við ríkisstjórnina.

Lengi var talið víst að Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, yrði næst til að fá ráðherraembætti, en nokkuð hallar á konur í ríkisstjórninni, en konur eru þriðjungur núverandi ráðherra og aðeins kona er í ríkisstjórn af hálfu Framsóknarflokksins, Eygló Harðardóttir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Heimildir segja alls óvíst að Vigdís Hauksdóttir verði fimmti ráðherra Framsóknarflokksins.

Sagnir hafa verið um að mágur Vigdísar, Guðni Ágústsson, hafi barist fyrir að hún verði ráðherra og meðal annars sett það sem skilyrði tæki hann að sér forystusæti á framboðslista flokksins við borgarstjórnarkosningarnar. Það mun ekki vera rétt.

Nánar verður fjallað um þetta allt í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudagsmorgun þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður gestur.

 

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: