- Advertisement -

Pólitík á ekki að vera gróðavegur

Gunnar Smári skrifar:

Fólk í almannaþjónustu á að vera á svona sæmilegum yfirkennaralaunum, ekki launum eins og forstjórar í gróðafyrirtækjum. Almannaþjónusta er ekki farvegur fyrir fólk sem vill lifa yfirstéttarlífi. Borgarstjórinn í Reykjavík á ekki að vera með tvær og hálf milljón króna á mánuði og aðstoðarmaður hans ekki með sextánhundruð þúsund. Samanlagt eiga þeir tveir ekki að kosta borgarbúa 75 m.kr. á ári með launatengdum gjöldum heldur svona um það bil 27,5 m.kr. Fólk sem sættir sig ekki við yfirkennaralaun á ekki að leggja pólitík fyrir sig heldur stofna ísbúð eða kajakaleigu í von um að græða ógeðslega.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: