- Advertisement -

„Pólitískt barefli“ brúkað í ráðhúsinu?

Kjörnir fulltrúar sækja umboð sitt til kjósenda, og engra annarra, á fjögurra ára fresti.

Vigdís segir:
„Í raun er það hneyksli að Samband íslenskra sveitarfélaga taki þátt í þessum hildarleik.“

Enn stappar Vigdís Hauksdóttir niður fæti í borgarstjórn. Ekki síst þegar rætt er um að siðareglur eða hegðunarreglur.

„Kjörnir fulltrúar sækja umboð sitt til kjósenda, og engra annarra, á fjögurra ára fresti. Sorglegt er að horfa upp á þekkingarleysi Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessum efnum. Hegðunar- eða siðareglur, hvað þá rannsóknarréttur ráðhússins, fyrir kjörna fulltrúa hafa ekkert lagagildi. Þessar heimatilbúnu „reglur“ eru settar fram sem pólitískt barefli á kjörna fulltrúa fyrir pólitíska andstæðinga, embættismenn og fjölmiðla og eru einungis til þess að fóðra dómstól götunnar,“ bókaði Vigdís í borgarráði.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Meirihlutinn:
„…að setja sér hegðunarreglur með það að markmiði að bæta starfsumhverfi kjörinna fulltrúa…“

„Í raun er það hneyksli að Samband íslenskra sveitarfélaga taki þátt í þessum hildarleik í stað þess að sinna þeim verkefnum sem því er falið af kjörnum fulltrúum. Frekar ætti sambandið að hafa áhyggjur af úrsögnum sveitarfélaga úr sambandinu. Skorað er á stjórn sambandsins að láta af þessari háttsemi.“

Meirihlutafulltrúarnir, allir sem einn tóku til varna. Svöruðu Vigdísi:

„Siðanefnd sambandsins er að skoða hvort rétt sé að hvetja sveitarstjórnir til að setja sér hegðunarreglur með það að markmiði að bæta starfsumhverfi kjörinna fulltrúa og tryggja öryggi þeirra. Reykjavík mun fylgjast með niðurstöðu málsins en bæjarstjórn Akureyrar hefur þegar sett sér slíkan sáttmála og fleiri hafa hug á því sama.“

Vigdísi þykir nóg komið:

„Ítrekað er að Samband íslenskra sveitarfélaga hætti nú þegar vinnu við að semja hegðunarreglur fyrir kjörna fulltrúa og snúi sér að brýnum málum sem bíða vinnslu hjá sambandinu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: