- Advertisement -

Ráðherra sagði fólk svindla á kerfinu

„Á að byrgja brunninn eftir að það er búið að moka gamla fólkinu, veika fólkinu og fatlaða fólkinu ofan í brunninn?“

Guðmundur Ingi Kristinsson.

Alþingi„Nýlega varð mikið fjaðrafok í fjölmiðlum og alls staðar út af þeirri ákvörðun hæstv. utanríkisráðherra að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Þetta þótti alveg stórfurðuleg ákvörðun vegna þess að þarna voru undir, eins og þeir sögðu, 12 manns sem brutu af sér en 13.000 refsað,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins, á Alþingi fyrir skemmstu.

„Þurfum við að vera hissa yfir þessu? Þetta hafa verið vinnubrögð ríkisstjórnarinnar undanfarin sex ár. Hvernig hefur ríkisstjórnin nýlega brugðist við þegar hún ætlaði að svipta ellilífeyrisþega, aldrað fólk, veikt fólk, fatlað fólk, persónuafslætti fyrir það eitt að búa erlendis? Jú, það var bara gert með einu pennastriki í skjóli nætur. Hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra sagði í óundirbúnum fyrirspurnum við mig um daginn að ástæðan fyrir því að ákveðið var að leggja til þessa lagabreytingu væri fyrst og fremst sú að umrædd heimild væri óskilvirk leið og þarna væri fólk að svindla. Hún sagði orðrétt, með leyfi forseta:

„Hvað finnst okkur um að það sé einhver misnotkun á kerfi þar sem sumir fá tvöfalda ívilnun sem hvergi er gert ráð fyrir að eigi að vera staðan á meðan aðrir fá það sem gert er ráð fyrir? Erum við sammála um að vilja koma í veg fyrir það? Er þá ekki eðlilegt að tillagan komi aftur inn og fái þinglega meðferð til að komast að því ef einhverju þarf að breyta?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þinglega meðferð — koma inn og fá þinglega meðferð. Átti hún ekki að fá það á undan? Átti ekki að fara í það strax? Á að byrgja brunninn eftir að það er búið að moka gamla fólkinu, veika fólkinu og fatlaða fólkinu ofan í brunninn? Þá á að draga þetta inn og fara að gera eitthvað í málunum. Skatturinn tók þessa ákvörðun og reyndi að fá þetta gert á einni nóttu, kannski var þetta hluti af bónuskerfi hans,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: